Gerpla

Gerpla

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
26. desember 2009

Tegund verks
Leiksýning

Gerpla í fyrsta sinn á leiksviði. Íslendingasögurnar hafa löngum haft mikil áhrif á sjálfsmynd þjóðarinnar. Með Gerplu, sem kom út árið 1952, réðst Halldór Laxness á sinn hátt í að afhelga hugmyndir okkar um söguöldina og hetjur hennar, en um leið blés hann nýju lífi í samband þjóðarinnar við bókmenntaarfinn. Gerpla er, auk þess að vera sprellfjörug og bráðfyndin, hörð ofbeldis- og stríðsádeila, óvægið uppgjör við hetjudýrkun og mikilmennskuhugmyndir á öllum tímum, og eilífa leit mannsins að einum allsherjarsannleik.

Baltasar Kormákur hefur á undanförnum árum sett upp geysivinsælar sýningar í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann hefur tekið vinsæl og virt skáldverk frumlegum og ögrandi tökum. Ásamt einvala liði leikhúsfólks leggur hann nú til atlögu við meistaraverk Nóbelskáldsins, en Gerpla hefur aldrei áður verið sett á svið. Með hlutverk fóstbræðranna Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðs Kolbrúnarskálds fara tveir af þekktustu leikurum yngri kynslóðarinnar, þeir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Björn Thors.

„Þorgeir Hávarsson… brosti því aðeins að honum væri víg í hug ellegar nokkurt annað stórvirki.“

Höfundar
Baltasar Kormákur
Ólafur Egill Egilsson
Leikhópurinn

Byggt á skáldsögu eftir
Halldór Laxness

Leikstjórn
Baltasar Kormákur

Leikarar í aðalhlutverkum
Björn Thors
Jóhannes Haukur Jóhannesson

Leikkona í aðalhlutverki
Ilmur Kristjánsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Atli Rafn Sigurðarson
Ólafur Egill Egilsson
Ólafur Darri Ólafsson
Sindri Birgisson
Stefán Hallur Stefánsson

Leikkonur í aukahlutverkum
Brynhildur Guðjónsdóttir
Lilja Nótt Þórarinsdóttir

Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Leikmynd
Gretar Reynisson

Búningar
Helga I. Stefánsdóttir

Lýsing
Lárus Björnsson

Hljóðmynd
Gísli Galdur Þorgeirsson

Söngvarar
Atli Rafn Sigurðarson
Björn Thors
Brynhildur Guðjónsdóttir
Ilmur Kristjánsdóttir
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Lilja Nótt Þórarinsdóttir
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Ólafur Egill Egilsson
Ólafur Darri Ólafsson
Sindri Birgisson
Stefán Hallur Stefánsson

Tónlistarstjórn
Gísli Galdur Þorgeirsson

– – – – – –

Þjóðleikhúsið var vígt árið 1950 og hefur því starfað í yfir hálfa öld. Um fjórar milljónir áhorfenda hafa sótt sýningar leikhússins frá upphafi. Starfsemi Þjóðleikhússins er fjármögnuð að þrem fjórðu hlutum með framlagi af fjárlögum, en einum fjórða með sjálfsaflafé. 

Leikið er á fjórum leiksviðum í Þjóðleikhúsinu, Stóra sviðinu með um 500 sæti í áhorfendasal, Leikhúsloftinu sem rúmar um 80 manns, Kúlunni í kjallara íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar að Lindargötu 7 með um 100 sæti, og í sömu byggingu er hið nýja leiksvið Kassinn, sem er með um 140 sæti.

Þjóðleikhúsið leggur áherslu á að efla íslenska leikritun með flutningi nýrra innlendra verka og kynna áhorfendum jafnframt það sem forvitnilegast er að gerast í erlendri leikritun. Einnig eru flutt sígild verk, barnaleikrit, söngleikir og óperur. 

Á hverju leikári starfa milli fjögur og fimm hundruð manns í Þjóðleikhúsinu.

Í hverri leiksýningu er fólgin mikil vinna. Samhliða leikæfingum og vinnu listrænna stjórnenda hverrar sýningar vinnur starfsfólk ólíkra deilda Þjóðleikhússins vikum saman að undirbúningi. Má þar nefna sviðsmenn, starfsfólk saumastofu, leikmunadeildar, hárgreiðslu- og förðunardeilda, ljósadeildar, hljóðdeildar og kynningar- og fræðsludeilda. 

Þjóðleikhúsið leggur metnað sinn í að bjóða áhorfendum leiklist í hæsta gæðaflokki.

Hlutverk Þjóðleikhússins er að:

•    Glæða áhuga landsmanna á leiklist og þeim listgreinum sem tengjast leiksviði með fjölbreyttu úrvali sýninga.

•    Örva innlenda leikritun og aðra höfundavinnu og stuðla að aukinni samvinnu sviðslistamanna.

•    Stuðla að framþróun í greininni með því að leggja áherslu á faglega úrvinnslu og listræna framsetningu.

•    Efla leiklistaruppeldi með framboði á sýningum sérstaklega ætluðum börnum og ungmennum.

•    Efna til umræðna og verkefna á sviði leiklistar í samvinnu við skóla, félagasamtök og stofnanir.

•    Miðla leiklist um landið með leikferðum og samvinnuverkefnum.