Fýsn

Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur

Staðsetning
Borgarleikhúsið, Nýja svið

Frumsýning
12. september 2008

Tegund verks
Leiksýning

Lífið virðist dans á rósum hjá ungum nýgiftum hjónum en fyrr en varir þurfa þau að horfast í augu við ógnvekjandi leyndamál. Hversu langt eru þau reiðubúin að ganga til að bjarga hjónabandinu og ástinni? Erfiðustu yfirheyrslurnar í lífinu eru ekki framkvæmdar af lögreglu, heldur ástvinum. Versti dómarinn er eigin samviska, og ljótustu glæpirnir eru þeir sem aldrei eru tilkynntir. Spennandi og áleitið verk um svartnætti mannlegs eðlis, örvæntingu, lygar og þrár. Hversu vel þekkir maður maka sinn í raun?

Fýsn er sigurverk leikritasamkeppninnar „Sakamál á svið“ sem LR stóð fyrir árið 2006. Verkið var valið úr hópi rúmlega þrjátíu aðsendra leikrita. Fýsn er síðasta verkið í þríleik eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann sem óhætt er að kalla eitt af athyglisverðustu leikskáldum af yngri kynslóðinni. Fyrsta verk þríleiksins, Brotið, var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2005, og í kjölfarið kom Hungur, sem var sýnt á litla sviði Borgarleikhússins 2006.

Höfundur
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann

Leikstjóri
Marta Nordal

Leikari í aðalhlutverki
Björn Ingi Hilmarsson

Leikkona í aðalhlutverki
Sara Dögg Ásgeirsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Theodór Júlíusson
Víðir Guðmundsson
Sigurður Þórhallsson 

Leikmynd
Rebekka A. Ingimundardóttir

Búningar
Rebekka A. Ingimundardóttir

Lýsing
Þórður Orri Pétursson

Tónlist
Elísabet Indra Ragnarsdóttir

Hljóðmynd
Elísabet Indra Ragnarsdóttir