Furðulegt háttalag hunds um nótt

Heiti verks
Furðulegt háttalag hunds um nótt

Lengd verks
Uþb 2 klst 30 mín

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Christopher er fimmtán ára stærðfræðiséní. Þegar hundur nágrannans finnst dauður einn morguninn ákveður hann að komast að því hvað býr að baki. Í rannsókninni kemst Christopher á snoðir um dularfull bréf sem tengjast fjölskyldu hans. Við tekur hættuför til borgarinnar sem hefur í för með sér óvæntar afleiðingar og umturnar lífi hans svo um munar. Við fylgjumst með því hvernig einstökum dreng reiðir af í heimi fullorðna fólksins, sjáum spegilmynd hins venjulega í augum hins óvenjulega. Verkið er í senn spennandi morðsaga og þroskasaga ungs drengs á jaðri samfélags – sérstakt, hlýlegt og fyndið og lætur engan ósnortinn.

Leikrit Simon Stephens byggir á samnefndri skáldsögu Mark Haddon. Bókin vakti mikla athygli þegar hún kom út og hlaut öll helstu bókmenntaverðlaun þess árs.

Furðulegt háttalag hunds um nótt var ótvíræður sigurvegari sviðslistaverðlauna Breta, Olivier Awards í ár. Þar hlaut sýningin alls sjö verðlaun, þ.á.m. sem besta sýningin og besta leikritið. Engin sýning hefur áður hlotið fleiri verðlaun á þeirri hátið enda nýtur hún gríðarlegrar hylli í London og er enn sýnd fyrir smekkfullu húsi.

Sviðssetning
Borgarleikhúsið – Stóra svið

Frumsýningardagur
8. mars, 2014

Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið – Stóra svið

Leikskáld
Simon Stephens

Leikstjóri
Hilmar Jónsson

Danshöfundur
Lee Proud

Tónskáld
Ásgeir Trausti / Frank Hall

Hljóðmynd
Frank Hall / Torbjoern Knudsen

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Búningahönnuður
Þórunn María Jónsdóttir

Leikmynd
Finnur Arnar Arnarson

Leikarar
Þorvaldur Davíð Kristjánsson Bergur Þór Ingólfsson
Jóhann Sigurðarson
Arnar Dan Kristjánsson Sigurður Þór Óskarsson

Leikkonur
Brynhildur Guðjónsdóttir Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Nína Dögg Filippusdóttir
Maríanna Clara Lúthersdóttir
Álfrún Örnólfsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is