Frida… viva la vida

Frida… viva la vida

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
11. september 2009

Tegund verks
Leiksýning

Nýtt íslenskt verk um átakanlegt og fagurt líf mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo. Mexíkóska listakonan Frida Kahlo (1907-1954) er ein af forvitnilegustu myndlistarmönnum 20. aldarinnar. Hún var gift Diego Rivera, einum þekktasta myndlistarmanni síns tíma, og þó að margir yrðu til að heillast af list hennar meðan hún lifði var það ekki fyrr en eftir dauða hennar sem hún hlaut heimsfrægð.

Brynhildur Guðjónsdóttir, sem hlaut Grímuverðlaunin sem leikskáld og leikkona ársins 2008, stígur nú á svið í hlutverki Fridu Kahlo í eigin verki um magnþrungið líf listakonunnar. Með hlutverk Diegos Rivera fer Ólafur Darri Ólafsson.

Sýningin er ferðalag um einstæða veröld þessarar tilfinningaríku konu, sem í gegnum sorgir og þjáningar orti hið undursamlega ljóð eigin lífs á striga – átakanlegt en fagurt, hávaðasamt en friðsælt. Það elska engar tvær manneskjur eins, og svo sannarlega engin eins og Frida Kahlo. Ögrandi verk um litina í lífinu og ástinni, þá mildu og þá sterku, þá heitu og djúpu, þá sem trylla og sefa, þá sem blasa við augum allra og þá sem bara sumir sjá.

“Það var moldarilmur af brjóstinu sem nærði mig. Brjóstmóðir mín var dökk og djúp. Hörund hennar var dökkt og hún lyktaði eins og jörðin, eins og moldin í Tehuantepec eftir rigningu.“

Image

Höfundur
Brynhildur Guðjónsdóttir

Leikstjóri
Atli Rafn Sigurðarson

Leikari í aðalhlutverki
Ólafur Darri Ólafsson

Leikkona í aðalhlutverki
Brynhildur Guðjónsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Baldur Trausti Hreinsson
Kjartan Guðjónsson
Ólafur Egill Egilsson
Vignir Rafn Valþórsson

Leikkonur í aukahlutverkum
Birgitta Birgisdóttir
Edda Björg Eyjólfsdóttir
Elma Lísa Gunnarsdóttir
Esther Talía Casey

Leikmynd
Vytautas Narbutas 

Búningar
Filippía I Elísdóttir 

Lýsing
Jóhann Bjarni Pálmason

Tónlist
Egill Ólafsson

Söngvarar
Brynhildur Guðjónsdóttir
Esther Talía Casey

Hljóðfæraleikarar
Kristinn H Árnason
Matthías Stefánsson

– – – – – –

Þjóðleikhúsið var vígt árið 1950 og hefur því starfað í yfir hálfa öld. Um fjórar milljónir áhorfenda hafa sótt sýningar leikhússins frá upphafi. Starfsemi Þjóðleikhússins er fjármögnuð að þrem fjórðu hlutum með framlagi af fjárlögum, en einum fjórða með sjálfsaflafé. 

Leikið er á fjórum leiksviðum í Þjóðleikhúsinu, Stóra sviðinu með um 500 sæti í áhorfendasal, Leikhúsloftinu sem rúmar um 80 manns, Kúlunni í kjallara íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar að Lindargötu 7 með um 100 sæti, og í sömu byggingu er hið nýja leiksvið Kassinn, sem er með um 140 sæti.

Þjóðleikhúsið leggur áherslu á að efla íslenska leikritun með flutningi nýrra innlendra verka og kynna áhorfendum jafnframt það sem forvitnilegast er að gerast í erlendri leikritun. Einnig eru flutt sígild verk, barnaleikrit, söngleikir og óperur. 

Á hverju leikári starfa milli fjögur og fimm hundruð manns í Þjóðleikhúsinu.

Í hverri leiksýningu er fólgin mikil vinna. Samhliða leikæfingum og vinnu listrænna stjórnenda hverrar sýningar vinnur starfsfólk ólíkra deilda Þjóðleikhússins vikum saman að undirbúningi. Má þar nefna sviðsmenn, starfsfólk saumastofu, leikmunadeildar, hárgreiðslu- og förðunardeilda, ljósadeildar, hljóðdeildar og kynningar- og fræðsludeilda. 

Þjóðleikhúsið leggur metnað sinn í að bjóða áhorfendum leiklist í hæsta gæðaflokki.

Hlutverk Þjóðleikhússins er að:

•    Glæða áhuga landsmanna á leiklist og þeim listgreinum sem tengjast leiksviði með fjölbreyttu úrvali sýninga.

•    Örva innlenda leikritun og aðra höfundavinnu og stuðla að aukinni samvinnu sviðslistamanna.

•    Stuðla að framþróun í greininni með því að leggja áherslu á faglega úrvinnslu og listræna framsetningu.

•    Efla leiklistaruppeldi með framboði á sýningum sérstaklega ætluðum börnum og ungmennum.

•    Efna til umræðna og verkefna á sviði leiklistar í samvinnu við skóla, félagasamtök og stofnanir.

•    Miðla leiklist um landið með leikferðum og samvinnuverkefnum.