Fresh Meat

Fresh Meat

Sviðssetning
ArtFart

Sýningarstaður
Leikhúsbatteríið

Frumsýning
15. ágúst 2009

Tegund verks
Danssýning

Dansskotið leikhúsverk eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur og Snædísi Lilju Ingadóttur sem útskrifuðust báðar af dansbraut Listaháskólans nú í vor.

Verkið var unnið í spuna og var ástandið í dag að innblæstri. Sálfræðigreining um hvernig atvinnuleysi geti leitt af sér aukið ofbeldi í nánum samböndum varð að sterkum innblæstri. Kúvending varð á verkinu er bókin Sjafnarmál var uppgötvuð og notuð. Verkið var unnið í spuna og unnið var útfrá dómum af hæstiréttur.is.

Verkið er samvinnuverkefni danshöfundanna myndlistarmannsins Bjarkar Viggósdóttur og tónlistarmannsins Lydíu Grétarsdóttir. Björk Viggósdóttir sér um sjónrænt umhverfi sýningarinnar en tónlistin/hljóðmynd eftir Lydíu Grétarsdóttur.

Danshöfundar
Sigríður Soffía Níelsdóttir
Snædis Lilja Ingadóttir

Leikmynd (sjónrænt umhverfi)
Björk Viggósdóttur

Lýsing
Friðþjófur Þorsteinsson

Tónlist
Lydía Grétarsdóttur

Hljóðmynd
Lydía Grétarsdóttur

Dansarar
Sigríður Soffía Níelsdóttir
Snædis Lilja Ingadóttir

– – – – – –

Nánari upplýsingar um Sigríði Soffíu

artFart hátíðin er tilraunavettvangur ungs listafólks sem hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun og tilraunamennsku í íslenskri sviðslist. Við spyrjum okkur hver sé staða sviðslista innan samfélagsins. Hvert er gildi hennar? Hefur sviðslistin glatað mætti sínum eða hefur aldrei verið meiri þörf á henni? Getum við skapað nýtt leikhús, leikhús sem skýtur rótum sínum í samtímanum og blómstrar eða er það dæmt til að veslast upp í skugga stuðlabergsins?

Við viljum brjóta upp staðalímynd leiklistar á Íslandi sem bókmenntagreinar og opna fyrir gagnrýna umræðu um formið sjálft, á þess eigin forsendum. Við gerum okkur grein fyrir að við erum ekki að finna upp hjólið en að okkar mati teljum við þessa hátíð nauðsynlega fyrir íslenskt listalíf og að hún muni stuðla að aukinni tilraunamennsku og rannsóknum sem nauðsynlegar séu fyrir framþróun listgreina á Íslandi.

freshmeat2

freshmeat3