Fólkið í blokkinni

Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur

Staðsetning
Borgarleikhús, Stóra svið

Frumsýning
10. október 2008

Tegund verks
Söngleikur

Hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk í Reykjavík. Fólkið í blokkinni ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft. Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóma sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn. Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að ganga í augun á Söru, en ýmsar meinlegar uppákomur og óvænt samkeppni gera honum erfitt fyrir. Tekst þeim að frumsýna söngleikinn? Ná Sara og Hannes saman? Og hver á krókódílinn í baðkarinu?

Ólafur Haukur Símonarson hefur á farsælum ferli skrifað sig inn í hjarta þóðarinnar, bæði með leikritum sínum og ógleymanlegum sönglögum. Hér sameinar Ólafur Haukur þetta tvennt, verkið byggir á vinsælum dægurlögum og smásögum um líf fólksins í blokkinni sem öðlast nýtt líf á leiksviðinu.

Höfundur
Ólafur Haukur Símonarson

Leikstjóri
Unnur Ösp Stefánsdóttir

Leikari í aðalhlutverki
Hallgrímur Ólafsson

Leikkona í aðalhlutverki
Sara Marti Guðmundsdóttir 

Leikarar í aukahlutverkum
Freyr Eyjólfsson
Guðjón Davíð Karlsson
Halldór Gylfason
Jóhann Sigurðarson
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Magnús Guðmundsson
Stefán Már Magnusson
Þorkell Heiðarsson

Leikkonur í aukahlutverkum
Halldóra Geirharðsdóttir
Hanna María Karlsdóttir
Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Margrét Helga Jóhannsdóttir
Maríanna Clara Lúthersdóttir

Leikmynd
Vytautas Narbutas

Búningar
Filippía I. Elísdóttir

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist
Ólafur Haukur Símonarson

Hljóðmynd
Sigurvald Ívar Helgason

Tónlistarstjórn
Jón Ólafsson

Hljómsveit
Geirfuglarnir
Andri Geir Árnason
Freyr Eyjólfsson
Ragnar Helgi Ólafsson
Stefán Már Magnússon
Þorkell Heiðarsson

Danshöfundur
Lára Stefánsdóttir 

Söngvarar
Guðjón Davíð Karlsson
Halldór Gylfason
Halldóra Geirharðsdóttir
Hallgrímur Ólafsson
Jóhann Sigurðarson
Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Sara Marti Guðmundsdóttir