Endalaus

Endalaus

Sviðssetning
Íslenski dansflokkurinn

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Stóra svið

Frumsýning
4. febrúar 2010

Tegund verks
Danssýning

ÍD sýnir nýtt verk eftir Alan Lucien Öyen, ungan norskan danshöfund sem hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín. Alan hefur getið sér gott orð fyrir falleg, tilfinningarík og ljóðræn verk með djúpri innri merkingu. Alan notar talað orð og myndband í dansverkinu til að skapa sérstakan söguþráð í anda heimildarmyndar. Okkur eru birt brot úr hugsunum, endurminningar um horfna ástvini.

„Hvað hverfur og hvað situr eftir í minningunni þegar samband tveggja einstaklinga rofnar. ?Þegar þú og ég erum ekki lengur við.“

„Hver saga hefur jafn margar hliðar og þátttakendurnir. Við færum okkur nokkra metra til vinstri og hlutirnir horfa öðruvísi við.“

Tónlistin í verkinu er eftir Ólaf Arnalds sem hefur þrátt fyrir ungan aldur selt þúsundir hljómplatna og fyllt tónleikahallir víða um heim, þar á meðal Barbican Hall í London. Tónlist Ólafs færir mann í aðrar hæðir með viðkvæmum, rómantískum og sinfónískum tónsmíðum. Ólafur byggir brú á milli klassískrar tónlistar og pop tónlistar þar sem hann blandar saman píanói og strengjahjóðfærum við rafræn hljóð og trommutakta.

Endalaus44

Danshöfundar
Alan Lucien Öyen

Leikmynd (teikningar)
Aðalsteinn Stefánsson

Búningar
Elín Edda Árnadóttir

Lýsing
Aðalsteinn Stefánsson

Tónlist
Ólafur Arnalds

Hljóðmynd
Sigurvald Ívar Helgason

Dansarar
Aðalheiður Halldórsdóttir
Cameron Corbett
Guðmundur Elías Knudsen
Hannes Egilsson
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir
Katrín Á. Johnson
Katrín Ingvadóttir
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Steven Lorenz

– – – – – –

Íslenski dansflokkurinn er nútímadansflokkur og hefur aðsetur í Borgarleikhúsinu. Hjá Íd starfa að venju á annan tug dansara í fullu starfi, fastráðnir, gestadansarar og dansarar á nemendasamningi, allir með þjálfun í klassískum dansi.  Þar að auki taka dansnemar sem stunda nám við dansbraut Listaháskóla Íslands þátt í starfsemi Íd.

Íslenski dansflokkurinn hefur unnið með mörgum af fremstu danshöfundum Evrópu auk þess að leggja rækt við íslenska danssköpun með því að setja á svið verk eftir íslenska danshöfunda. Dansflokkurinn hefur ferðast víða og stefnir á sýningarferðir til Kína, Frakklands, Hollands og Bandaríkjanna á árinu, auk þess að halda reglulega sýningar á Íslandi.