Einfarar

Útvarpsverk í 6 þáttum

Höfundur og leikstjóri
Hrafnhildur Hagalín

Hljóðvinnsla
Einar Sigurðsson

– – – – – –

a) Náttúra

Aðalhlutverk
Erlingur Gíslason

Aðrir leikendur
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
Arndís Hrönn Egilsdóttir
Jóhann Sigurðarson
Kristbjörg Kjeld

Einbúi í afskekktum dal verður var við að eini nágranni hans er horfinn. Hvert fór hann? Hvar er hann? Hvers vegna er hann ekki sjáanlegur lengur? Nágranninn var enginn vinur hans, samt getur einbúinn ekki á heilum sér tekið. Hann ákveður að fara og grennslast fyrir um hvarfið.

Flutningstími
21 mínúta

Frumflutt
4.október 2009

– – – – – –

b) Is there someone out there?

Aðalhlutverk
Herdís Þorvaldsdóttir

Aðrir leikendur
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
Bryndís Pétursdóttir
Eva María Jónsdóttir
Guðrún S. Gísladóttir
Kristbjörg Kjeld
Margrét Ólafsdóttir
Steindór Hjörleifsson

Eldri heimskona sem lifað hefur fjölbreyttu og skrautlegu lífi í útlöndum er sest að í litlu sjávarplássi fyrir vestan. Hún fær í heimsókn til sín þekkta íslenska þáttagerðarkonu og segir henni sögu sína í mislöngum viðtölum sem tekin eru upp hér og þar um þorpið.

Flutningstími
19 mínútur

Frumflutt
11. október 2009

– – – – – –

c) Brot 

Aðalhlutverk
Bryndís Pétursdóttir

Aðrir leikendur
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
Guðrún S. Gísladóttir
Kristbjörg Kjeld
Sigríður Hagalín Pétursdóttir
Unnur Birna Jónsdóttir

Eldri kona snýr aftur í hús úti á landi þar sem hún ólst upp sem barn. Í húsinu hljóma raddir úr fortíðinni og dóttir konunnar og dótturdóttir sem eru með henni í för verða margs vísari um atburði og minningar sem aldrei fyrr hafa litið dagsins ljós.

Flutningstími
14 mínútur

Frumflutt
18. október 2009

– – – – – –

d) 150/200

Aðalhlutverk
Margrét Ólafsdóttir
Steindór Hjörleifsson

Aðrir leikendur
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
Arndís Hrönn Egilsdóttir
Björn Thors
Davíð Guðbrandsson
Jóhann Sigurðarson
Ragnheiður Steindórsdóttir
Stefán Jónsson

Einsetumaður í blokkaríbúð í Breiðholti hefur í mörg ár eytt dögunum í að hlusta á nágranna sína fara inn og út. Hann þekkir hljóðin í hverjum og einum, fótatak þeirra, andvörp, raddir og hefur notið lífsins á sinn hljóðláta hátt. En nú hefur hann tekið afdrifaríka ákvörðun sem á eftir að hafa áhrif á líf allra í blokkinni.

Flutningstími
23 mínútur

Frumflutt
25. október 2009

– – – – – –

e) Stúdentsafmælið

Aðalhlutverk
Árni Tryggvason
Karl Guðmundsson

Aðrir leikendur
Arndís Hrönn Egilsdóttir
Steindór Hjörleifsson

Eldri maður sem hefur orðið fyrir miður skemmtilegri reynslu í 50 ára stúdentsafmæli ákveður í kjölfarið að hafa samband við æskuvin sinn sem býr í útlöndum en þeir hafa ekki talast við í fjörutíu ár. Í gegnum tölvupóstsendingar rekur maðurinn söguna sem varð til þess að hann rauf þagnarbindindið og reynir með því að ná sambandi aftur við þennan gamla, horfna vin sinn.

Flutningstími
19 mínútur

Frumflutt
1. nóvember 2009

– – – – – –

f) Þjóðhátíð

Aðalhlutverk
Róbert Arnfinnsson
Þóra Friðriksdóttir

Aðrir leikendur
Björn Thors
Davíð Guðbrandsson
Jóhann Sigurðarson
Stefán Jónsson

Eldri kona sem hefur fundist látin á stofuborði á heimili sínu í Reykjavík er á leið í sjúkrabíl um götur Reykjavíkur. Hún kallast á við hálfminnislausan eiginmann sinn meðan rannsóknarlögreglumenn grennslast fyrir um dularfullt fráfall hennar.

Flutningstími
18 mínútur

Frumflutt
8. nóvember 2009