Da Da Dans

Heiti verks
Da Da Dans

Lengd verks
60 mín

Tegund
Dansverk

Um verkið
Dadaismi spratt upp úr vitfirringu fyrri heimsstyrjaldar og var meginmarkmið hans að skapa fjarstæðukennd verk sem hristu upp í hugmyndum fólks um tilgang og virði listarinnar. Dadaismi boðaði nýtt upphaf með því að rísa upp gegn ríkjandi hefðum í list og lífi.

Í ár er víðsvegar fagnað stórafmæli dadaismans og mun dansflokkurinn taka þátt í þeim fagnaði með því að frumsýna nýtt dansverk eftir Grímuverðlaunahafana Ingu Huld Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur við frumsamda tónlist Sveinbjörns Thorarensens. Í Da Da Dans munu danshöfundarnir skoða mismunandi leiðir dadaismans og velta fyrir sér hvort þær eigi enn við í dag.

Frumsýningardagur
12. nóvember, 2016

Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið

Danshöfundur
Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir

Tónskáld
Sveinbjörn Thorarensen

Lýsing
Valdimar Jóhannsson

Búningahönnuður
Þórdís Erla Zoega

Leikmynd
Þórdís Erla Zoega og Valdimar Jóhannsson

Dansari/dansarar
Inga Huld Hákonardóttir, Rósa Ómarsdóttir, Védís Kjartansdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon og Hjördís Lilja Örnólfsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.id.is