Býr Íslendingur hér?

Heiti verks
Býr Íslendingur hér?

Lengd verks
120 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Nú eru 70 ár liðin frá því að útrýmingarbúðir nasista voru frelsaðar af bandamönnum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar árið 1945. Þau voðaverk og sá hryllingur sem í kjölfarið kom fram í dagsljósið vakti óhug í heiminum öllum og enn í dag er okkur ómögulegt að skilja hugsunina sem lá að baki þessum iðnvæddustu fjöldamorðum mannkynssögunnar. Bók Garðars Sverrissonar og Leifs Muller er mörgum minnisstæð. Hún segir frá lífshlaupi Leifs sem ólst upp í Reykjavík en hélt sem ungur maður til Noregs í nám. Þegar nasistar hernámu Noreg var Leifur svikinn í hendur Gestapó og endaði í Þýskalandi Hitlers í Sachsenhausen, alræmdum þrælkunar- og útrýmingarbúðum nasista. Þetta er einstök, hugrökk og hispurslaus saga. Hún segir frá grimmilegum örlögum eins manns en hún er einnig frásögn af viðvarandi meini í samfélagi manna. Meini sem getur aftur náð að valda óbærilegum hryllingi en einungis ef við leyfum okkur að gleyma ábyrgðinni sem fylgir því að vera manneskja.

Býr Íslendingur hér? er 315. sviðsetning Leikfélags Akureyrar.

Frumsýningardagur
18. september, 2015

Frumsýningarstaður
Samkomuhúsið

Leikskáld
Þórarinn Eyfjörð

Leikstjóri
Jón Páll Eyjólfsson

Tónskáld
Davíð Þór Jónsson

Lýsing
Þóroddur Ingvarsson

Búningahönnuður
Íris Eggertsdóttir

Leikmynd
Íris Eggertsdóttir

Leikarar
Arnar Jónsson
Benedikt Karl Gröndal

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
mak.is