Auglýsing ársins

Heiti verks
Auglýsing ársins

Lengd verks
Uþb 2 klst 20 mín

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Auglýsingastofa í gömlu leikhúsi er á barmi gjaldþrots þegar loksins birtist kúnni með fulla vasa fjár. Eigandinn og hans teymi taka til óspilltra málanna og leggja allt í sölurnar til að mæta óskum þessa leyndardómsfulla viðskiptavinar. Þau taka sköpunarstarfið föstum tökum en skyndilega harðnar á dalnum
– gömul og dramatísk stjarna snýr aftur og listakonan María fer að sjá líf nöfnu sinnar Poppins í hillingum. Stórkostlegt lið leikara í flugbeittu leikriti sem sviptir hulunni af markaðshyggju Íslendinga.
Tyrfingur Tyrfingsson (1986) er með
áhugaverðustu leikskáldum landsins af yngstu kynslóð höfunda. Auglýsing ársins er annað verk hans í fullri lengd en áður hafa verið sýnd í Borgarleikhúsinu Skúrinn á sléttunni
og Bláskjár sem hlutu á sínum tíma mikið lof.

Frumsýningardagur
16. apríl, 2016

Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið Nýja svið

Leikskáld
Tyrfingur Tyrfingsson

Leikstjóri
Bergur Þór Ingólfsson

Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Búningahönnuður
Eva Signý Berger

Leikmynd
Eva Signý Berger

Leikarar
Theodór Júlíusson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Björn Thors

Leikkonur
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is