Brennuvargarnir

Brennuvargarnir

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
16. október 2009

Tegund verks
Leiksýning

Magnað verk um hugleysi og græðgi. Brennuvargarnir er eitt af frægustu leikritum 20. aldarinnar, bráðfyndin og óvægin þjóðfélagsádeila. Verkið var frumsýnt í Sviss fyrir rúmri hálfri öld, og hefur síðan þá verið leikið í fjölda uppsetninga víðs vegar um heim. Góðborgarinn Biedermann tekur inn á heimili sitt tvo menn, sem ýmislegt bendir til að séu í raun stórhættulegir brennuvargar. Á meðan Bidermann rembist við að telja sér trú um að allt sé í lagi og ekkert að óttast, byrja kumpánarnir að hlaða upp olíutunnum á háaloftinu í húsi hans…

Höfundurinn rannsakar hér, með sínu einstaka skopskyni, hugleysi manneskjunnar og græðgi, og tilhneigingu okkar til að trúa því fyrst og fremst sem hentar okkur hverju sinni og afneita því sem kemur okkur illa.

Leikstjóri sýningarinnar, Kristín Jóhannesdóttir, hlaut Grímuverðlaunin á liðnu vori sem leikstjóri ársins fyrir sýninguna Utan gátta, en sú sýning hlaut sex Grímuverðlaun, og var meðal annars valin besta leiksýning ársins.

„Ég lánaði þeim eldspýtur. Og hvað með það? Það lánuðu allir eldspýtur, næstum hver einasti maður! Annars væri borgin varla brunnin til grunna. … Svo gerði ég þetta líka í góðri trú og af því að ég treysti þessum mönnum!“

Höfundur
Max Frisch

Þýðing
Bjarni Jónsson

Leikstjóri
Kristín Jóhannesdóttir

Leikarar í aðalhlutverki
Björn Thors
Eggert Þorleifsson
Magnús Jónsson
Stefán Hallur Stefánsson

Leikarar í aukahlutverkum
Friðrik Friðriksson
Sindri Birgisson
Valur Freyr Einarsson
Þórir Sæmundsson

Leikkona í aðalhlutverki
Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Leikkonur
Edda Arnljótsdóttir
Guðrún Snæfríður Gísladóttir
Lilja Nótt Þórarinsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir 
Tinna Lúðvíksdóttir (myndband)

Búningar
Þórunn María Jónsdóttir 

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson 

Tónlist
Barði Jóhannsson

Söngvarar
Friðrik Friðriksson
Guðrún Snæfríður Gísladóttir
Lilja Nótt Þórarinsdóttir
Sindri Birgisson
Valur Freyr Einarsson
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Þórir Sæmundsson

– – – – – –

Þjóðleikhúsið var vígt árið 1950 og hefur því starfað í yfir hálfa öld. Um fjórar milljónir áhorfenda hafa sótt sýningar leikhússins frá upphafi. Starfsemi Þjóðleikhússins er fjármögnuð að þrem fjórðu hlutum með framlagi af fjárlögum, en einum fjórða með sjálfsaflafé. 

Leikið er á fjórum leiksviðum í Þjóðleikhúsinu, Stóra sviðinu með um 500 sæti í áhorfendasal, Leikhúsloftinu sem rúmar um 80 manns, Kúlunni í kjallara íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar að Lindargötu 7 með um 100 sæti, og í sömu byggingu er hið nýja leiksvið Kassinn, sem er með um 140 sæti.

Þjóðleikhúsið leggur áherslu á að efla íslenska leikritun með flutningi nýrra innlendra verka og kynna áhorfendum jafnframt það sem forvitnilegast er að gerast í erlendri leikritun. Einnig eru flutt sígild verk, barnaleikrit, söngleikir og óperur. 

Á hverju leikári starfa milli fjögur og fimm hundruð manns í Þjóðleikhúsinu.

Í hverri leiksýningu er fólgin mikil vinna. Samhliða leikæfingum og vinnu listrænna stjórnenda hverrar sýningar vinnur starfsfólk ólíkra deilda Þjóðleikhússins vikum saman að undirbúningi. Má þar nefna sviðsmenn, starfsfólk saumastofu, leikmunadeildar, hárgreiðslu- og förðunardeilda, ljósadeildar, hljóðdeildar og kynningar- og fræðsludeilda. 

Þjóðleikhúsið leggur metnað sinn í að bjóða áhorfendum leiklist í hæsta gæðaflokki.

Hlutverk Þjóðleikhússins er að:

•    Glæða áhuga landsmanna á leiklist og þeim listgreinum sem tengjast leiksviði með fjölbreyttu úrvali sýninga.

•    Örva innlenda leikritun og aðra höfundavinnu og stuðla að aukinni samvinnu sviðslistamanna.

•    Stuðla að framþróun í greininni með því að leggja áherslu á faglega úrvinnslu og listræna framsetningu.

•    Efla leiklistaruppeldi með framboði á sýningum sérstaklega ætluðum börnum og ungmennum.

•    Efna til umræðna og verkefna á sviði leiklistar í samvinnu við skóla, félagasamtök og stofnanir.

•    Miðla leiklist um landið með leikferðum og samvinnuverkefnum.