BLAM!

Heiti verks
BLAM!

Lengd verks
Ein klukkustund og tuttugu mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Þrír kúgaðir skrifstofumenn sólunda lífi sínu á sorglegustu skrifstofu veraldar undir vökulu auga siðblinds yfirmanns. Í hvert sinn sem hann lítur undan, nýta þeir tækifærið til að „blamma“: Að endurgera uppáhalds senurnar sínar úr hasarmyndum. Þegar yfirmaðurinn fer að „blamma“ með þeim færist fjör í leikinn og við tekur stórhættuleg saga sem leikin er á ógnarhraða og krefst ofurmannlegra átaka.

Kristján Ingimarsson hefur þróað sitt eigið líkamstungumál sem samanstendur af látbragðsleik, gamanleik, fimleikum, trúðleik, dansi og leiklist – og því þvælist ekkert hefðbundið tungumál fyrir áhorfendum á sýningum Kristjáns. Tónlistin er áberandi og húmorinn er aldrei langt undan.

Þessi nýjasta sýning Kristjáns hefur slegið rækilega í gegn í Danmörku og vakið athygli víða um heim. Sýningin hefur hlotið mikið lof og valdi dómnefnd hinna virtu Reumert verðlana hana sýningu ársins í Danmörku

Sviðssetning
Borgarleikhús

Frumsýningardagur
3. apríl, 2013

Frumsýningarstaður
Nýja svið – Borgarleikhús

Leikstjóri
Kristján Ingimarsson

Danshöfundur
Kristján Ingimarsson, Jesper Pedersen

Hljóðmynd
Svend E. Kristensen, Peter Kyed

Lýsing
Edward Lloyd Pierce

Búningahönnuður
Hanne Mørup

Leikmynd
Kristian Knudsen

Dansari/dansarar
Kristján Ingimarsson, Lars Gregersen, Didier Oberlé, Joen Højerslev

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is
www.neander.dk