Áróra Bórealis

Sviðssetning

Pars Pro Toto

Sýningarstaður
Íslenska óperan

Frumsýning
19. nóvember 2005

Tegund verks
Danssýning

Áróra Bórealis – brot úr nýju verki á gömlum merg, verður einnig frumsýnt í Óperunni samhliða Von. Þetta er hluti af efnisskrá sem fara mun til Japans í lok nóvember, til sýninga í sextán þarlendum borgum.

Sönghópurinn Voces Thules er í fararbroddi en einnig koma fram Marta Halldórsdóttir söngkona, Örn Magnússon píanóleikari, Ívar Örn Sverrisson og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir dansarar auk Láru Stefánsdóttur og Guðna Franzsonar. Sönglistin er í forgrunni, Íslensk miðaldatónlist en einnig verk eftir Jón Leifs, Guðna og fleiri. Lára hefur samið dansa við kafla í verkinu. Búningar eru í höndum Elínar Eddu Árnadóttur, en kvikmynd unnin af Aurora Experience. Tunglið er yfirskrift þáttarins sem sýndur verður í Óperunni, með áherslu á trú, stríð og náttúru.

Höfundur

Lára Stefánsdóttir

Búningar

Elín Edda Árnadóttir

Lýsing

Jóhann Bjarni Pálmason

Tónlist

Guðni Franzson

Söngvari

Marta Halldórsdóttir

Dansarar

Arngrímur Ívarsson
Ívar Guðjónsson
Lára Stefánsdóttir
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Danshöfundur

Lára Stefánsdóttir