Ævintýri í Iðnó

Sviðssetning
Iðnó  

Sýningarstaður
Iðnó

Frumsýning
6. október 2007

Tegund
Sviðsverk – Leiksýning

Haustið 2007 voru mikil hátíðarhöld í tilefni af 110 ára afmæli Iðnós og sett var upp söguveisla af þessu tilefni. Sýningin er skrifuð af nokkrum þeirra fjölmörgu sem starfað hafa í húsinu á síðustu öld og eins og nafnið ber með sér, innheldur minningarbrot úr Iðnó.

Guðrún Ásmundsdóttir heldur uppá 50 ára leikafmæli sitt og 110 ára sögu Iðnó með því að segja sögur sem tengjast Iðnó og lífi hennar sem leikkonu þar í 30 ár. Henni til aðstoðar er Ólafur Björn Ólafsson píanisti. Hér er um sannkallaða söguveislu að ræða þar sem boðið verður upp á kaffi og með því.

Sýningin Ævintýri í Iðnó – Innifalið í aðgöngumiða er kaffi, rúgbrauð með hangikjöti, randalín og rauðgrautur í hléi. Setið er við langborð.

Höfundar
Guðrún Ásmundsdóttir
Sigrún Edda Björnsdóttir

Leikstjóri
Sigrún Edda Björnsdóttir

Leikkona
Guðrún Ásmundsdóttir

Leikmynd
Ragnar Kjartansson

Lýsing
Egill Ingibergsson

Tónlist
Ólafur Björn Ólafsson