On your Own

On your Own

Sviðssetning
Dansleikhúsið

Sýningarstaður
Hafnarhúsið

Frumsýning
22. ágúst 2009

Tegund verks
Danssýning

Á menningarnótt verður frumflutt nýtt frumsamið dans- og tónverk í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu. Verkið er eftir Irmu Gunnarsdóttur danshöfund og Einar Braga Bragason tónlistarmann. Verkið er samið fyrir Lilju Rúriksdóttur dansara, eina björtustu von Íslands á sviði danslistar í dag en Lilja hlaut nýverið inngöngu í hinn virta Listaháskóla Juilliard í New York og mun hún hefja dansnám þar á komandi hausti.

Verkið On your own er innblásið af hugmyndum um íslenskar kvennhetjur. Í Íslendingasögum er íslenskum kvennhetjum oftast lýst sem fögrum og hugdjörfum baráttukonum með ríka réttlætiskennd og margslunginn persónuleika. Við mótun verksins vöknuðu margar spurningar s.s. um sjálfstæði, hetjudáð og baráttuvilja en þessir þættir virðast einkenna íslenskar kvennhetjur bæði fyrr og nú. Þema menningarnætur í ár er sem kunnugt er „húsin í bænum“.

Portið í Hafnarhúsinu er einstaklega fallegt og tilkomumikið rými sem hentar fullkomlega fyrir verkið. Dansgerðin er sniðin að þessu fallega húsi og vakti það athygli danshöfundar hversu margar lokaðar dyr eru í portinu.

Danshöfundur
Irma Gunnarsdóttir

Dansari
Lilja Rúriksdóttir

Tónlist
Einar Bragi Bragason

Hljóðfæraleikarar
Einar Bragi Bragason
Borgar Loftsson

6050_1187980226563_1440034711_520515_7468391_n

6050_1187981386592_1440034711_520517_548951_n

n116267654090_5231_copy