Móðurmál/Föðurland

Sviðssetning
ArtFart
Tvímenningsbandið fló & flítrit

Sýningarstaður
Leikhúsbatteríið

Frumsýning
23. ágúst 2009

Tegund verks
Danssýning

Fyrir stuttu var ég stödd á bar í útlöndum þegar skyndilega kom til mín köttur, þar sem ég sat og drakk bjórinn minn í rólegheitum. Kötturinn lagðist í fangið á mér – án þess að ég fengi þar nokkru um ráðið, (og var augljóslega að fara úr hárum). Hann malaði og mjálmaði sitt á hvað – eins og hann væri að reyna að segja mér eitthvað. Ég reyndi að skilja köttinn, klappaði honum og klóraði og gaf honum salthnetu sem hann sleikti- en át ekki. Ég kláraði að lokum bjórinn og kötturinn færði sig annað. Hvort við nákvæmlega skildum hvort annað fær að liggja á milli hluta- en það breytir ekki þeirri staðreynd að þetta átti sér stað.

Móðurmál/Föðurland er lokaverk Katrínar Dagmar Beck sem útskrifast í haust af samtímadansbraut leiklistardeildar Listaháskóla Íslands. Verkið er jafnframt frumraun Katrínar eftir að hún útskrifaðist frá SEAD – Salzburg Experimental Academy of Dance, þann 28. júní sl., en Katrín stundaði nám þar sl. vetur. Þá er verkið einnig hluti af artFart sviðslistahátíð.

Danshöfundur
Katrín Dagmar Beck

Leikarar
Katrín Dagmar Beck
Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir

Dansarar
Katrín Dagmar Beck
Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir

Búningar
Guðný Kjartansdóttir

Hljóðmynd
Dísa Hreiðarsdóttir

– – – – – –

artFart hátíðin er tilraunavettvangur ungs listafólks sem hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun og tilraunamennsku í íslenskri sviðslist. Við spyrjum okkur hver sé staða sviðslista innan samfélagsins. Hvert er gildi hennar? Hefur sviðslistin glatað mætti sínum eða hefur aldrei verið meiri þörf á henni? Getum við skapað nýtt leikhús, leikhús sem skýtur rótum sínum í samtímanum og blómstrar eða er það dæmt til að veslast upp í skugga stuðlabergsins?

Við viljum brjóta upp staðalímynd leiklistar á Íslandi sem bókmenntagreinar og opna fyrir gagnrýna umræðu um formið sjálft, á þess eigin forsendum. Við gerum okkur grein fyrir að við erum ekki að finna upp hjólið en að okkar mati teljum við þessa hátíð nauðsynlega fyrir íslenskt listalíf og að hún muni stuðla að aukinni tilraunamennsku og rannsóknum sem nauðsynlegar séu fyrir framþróun listgreina á Íslandi.