Yfirvofandi

Höfundur
Sigtryggur Magnason

Leikstjóri
Bergur Þór Ingólfsson

Tónlist
Úlfur Eldjárn

Hljóðvinnsla
Einar Sigurðsson

Leikendur
Edda Arnljótsdóttir
Ingvar E. Sigurðsson
Jörundur Ragnarsson

Þau eru ofurseld harmi, glæp úr fortíðinni. „Ég er yfirvofandi,“ segir drengurinn sem kafnaði undir kodda daginn sem 36 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjan á Nagasaki féll. „Ég er yfirvofandi. Ég er barnið sem dó. Sprengjan sem féll.“

Stundum sofna þau saman í sófanum. Stundum sofnar hann í sófanum og hún stendur upp og sofnar í sínu rúmi . Stundum er því öfugt farið. Það kemur fyrir að þau sofni saman í rúminu sínu. Kemur fyrir. Stundum dansa þau. Afsakið þau dönsuðu einu sinni. Þá stóðu þau kannski upp úr sófanum, settu plötu á fóninn eða kveiktu einfaldlega á útvarpinu. Já. Þá dönsuðu þau. Í stofunni. Og það kom fyrir að þau þyrftu enga tónlist. Takturinn var í þeim. Inni í þeim. Þau dönsuðu síðast í stofunni 16. ágúst 1981.

Flutningstími
50 mínútur