Yfirtaka

Heiti verks
Yfirtaka

Lengd verks
35 mínútur

Tegund
Dansverk

Um verkið
Yfirtaka er 35 mínútna hljóð- og dansverk, þar sem fjöldi kvenna á öllum aldri taka yfir Iðnó í áhrifaríkri athöfn. Rýmið fyllist af kvenlíkömum, kvenröddum og kvenorku sem mynda saman lifandi Konulandslag. Sýningin á Reykjavík Dance Festival 2019 verður fjórða Yfirtakan til þessa, en verkið hefur verið í sífelldri þróun frá fyrstu tilraun þess í janúar 2019, þar sem ólíkir hópar kvenna úr samfélaginu taka yfir mismunandi rými hverju sinni. Verkefnið er samfélagslegt sviðslistarverkefni þar sem hver sýning /uppfærsla er einstök. Verkið fær nýja mynd í nýju rými og flytjendurnir, sem eru ólíkir hópar kvenna hverju sinni, halda verkefninu lifandi. Sýningarnar eru líkt og tilraunir í rannsóknarskyni á kjarna hugmyndarinnar. Eftir hverja sýningu/tilraun verða til nýjar upplifanir sem nýtast verkefninu í áframhaldandi þróun.

Hjarta verksins eru flytjendurnir og tengingin sem skapast milli þeirra þrátt fyrir ólíkan bakgrunn og aldur. Yfirtakan kannar mátt kyrrstöðunnar og mýktarinnar í dáleiðandi verki sem laðar áhorfendur með í fjölþætta og skynræna upplifun.

Sviðssetning
Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg, framleitt af Reykjavík Dance Festival og sýnt í Iðnó.

Frumsýningardagur
23. nóvember, 2019

Frumsýningarstaður
Iðnó

Leikstjóri
Anna Kolfinna Kuran

Danshöfundur
Anna Kolfinna Kuran

Lýsing
Guðmundur Felixson

Búningahönnuður
Anna Kolfinna Kuran

Dansari/dansarar
Flytjendur verksins eru tugir kvennar á ýmsum aldri. Hér er nafnalisti: Sigrún Perla Gísladóttir, Sanna Hirvonen, Amanda Líf Fritzdóttir, Júlía Kolbrún, Alicia Luiz, Marta Ákadóttir, Wiola Ujazdowska, Birgitta Hreiðarsdóttir, Hrund Snorradóttir, Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Júlía Hrafnsdóttir, Hrefna Traustadóttir, Erna Arngrímsdóttir, Ása Valgerður Sigurðardóttir, Þórey Nína Pétursdóttir, María Rún Þrándardóttir, Inga Guðrún Sveinsdóttir, Anna Guðrún Tómasdóttir, Bjartey Elín Hauksdóttir, Olga Maggý, Silla Leudóttir, Mira Matilda Ida Jochimsen, Elín Helgadóttir, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Agnieszka Majka, Sylwia Bartosiak, Caroline Verdonk, Meeri Mäkinen, Flory Silvs, Gudrita Lape, Mariya Solomatina, Hye Joung Park, Guðmundína Þorbjörg Kristjánsdóttir, Séra Brynhildur Óladóttir, Mathilde Mensink, Hildur Vala Einarsdóttir, Zahra Hussaini, Alicia Achaques, Kara Hergils Valdimarsdóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Dögg Jónsdóttir, Ásrún Magnúsdóttir, Ingunn Elísbet Hreinsdóttir, Wiktoria Chodakowska, Ania Jazz, Dagmara Malinowska, Elín Bryndís Snorradóttir, Svanhvít Rós Guðsteinsdóttir, Vaka Tómasdóttir, Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Bryndís Nielsen, Magnea Jónasdóttir, Kanema Erna Mashinkila, Gréta Berg, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Karolina Bogulsawska, Amelia Mateeva, Þórunn Dís, Anna Kolfinna Kuran, og
Sólbjört Vera Ómarsdóttir.

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.reykjavikdancefestival.com/takeover-slenska
www.annakolfinna.com