Vorblótið

Heiti verks
Vorblótið

Tegund
Dansverk

Um verkið
Vorblótið er glænýtt íslenskt dansverk flutt af dönsurum Íslenska dansflokksins ásamt fyrsta árs nemum samtímadansbrautar leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands.

Tónlistin við Vorblótið markaði tímamót í tónlistarsögunni og hefur haft gríðarleg áhrif á tónsmíðar 20. aldar. Í vor eru liðin eitt hundrað ár frá frumflutningi þess í París, við dansverk hins fræga dansara og danshöfundar Vaslav Nijinsky. Frumstæðar balletthreyfingarnar og ómstríð tónlistin ollu því að strax á fyrstu mínútunum brutust út slagsmál meðal áhorfenda. Stravinsky lýsti verkinu sem „danstónverki“ og það er óður til holskeflu hins skapandi krafts sem vorið færir með sér. Frá frumflutningi Vorblótsins hafa listamenn víða um heim endurtúlkað þetta magnaða danstónverk á margvíslegan hátt.

Nálgun Íslenska dansflokksins við Vorblótið er nútímaleg þar sem lífsneistinn sem felur í sér þrár, von, hreinsun, og sköpunarorku er í brennidepli. Listrænir stjórnendur verksins eru Lára Stefánsdóttir, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Filippía Elísdóttir og Björn Bergsteinn Guðmundsson.

Frumsýningardagur
24. maí, 2013

Frumsýningarstaður
Harpa

Danshöfundur
Lára Stefánsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson