Vorblótið

Sviðssetning
MyPocket Production
Reykjavik Dance Festival

Sýningarstaður
Tjarnarbíó

Frumsýning
5. september 2011

Tegund verks
Danssýning

Hvar liggur okkar arfleifð? Við værum ekki hér í dag ef ekki væri fyrir svita og tár eldri kynslóða.

Vorblótið var frumflutt árið 1913 undir handleiðslu Serge Diaghilev sem skipaði hinn unga og óreynda Vaslav Nijinsky í danshöfundarstöðuna. Grunnhugmynd, búninga og sviðsmynd átti Nicholas Roerich en tónlistin var samin af Igor Stravinsky.

Vorblótið er sannkallað tímamótaverk og það í besta skilningi, enda áhrif þess allt í senn kröftug, mikilvæg og langvinn í heimi dans- og tónsköpunar á 20. öld og allt fram til þessa dags. Frumstæðar ballethreyfingarnar og ómstríð tónlistin kom Parísarelítunni sem mætti á frumsýninguna gjörsamlega í opna skjöldu og viðbrögðin voru eftir því hatrömm. Strax á fyrstu mínútunum brutust út slagmál meðal áhorfenda og lögreglan sem stormaði inn í hléinu réði ekki við neitt.

Verkið var hins vegar flutt allt til enda fyrir harðfylgi flytjenda og stjórnenda. Þegar allt varð vitlaust urðu viðbrögð Diaghilev þau að slökkva og kveikja á ljósunum í von um að róa liðið en Nijinsky, sem áttaði sig á því að dansararnir voru hættir að heyra í hljómsveitinni fyrir hrópum áhorfenda, tók það til bragðs að stíga upp á stól úti í sviðsvæng og hrópa talninguna á rússnesku til áttavilltra dansaranna.

Stravinsky, sem ekki hafði átt sem best samstarf við danshöfundinn og í raun vantreyst honum frá upphafi, sýndi óvænta umhyggju þegar hann sá hvað verða vildi. Hann hljóp baksviðs og greip í jakkalaf Nijinsky – sem gerði sig líklegan í æsingnum til að steypast á hausinn inn á sviðið – og sleppti ekki fyrr en síðustu tónarnir féllu.

Höfundar
Helena Jónsdóttir
Pálína Jónsdóttir

Leikkona
Pálína Jónsdóttir

Dansarar
Alexandra Ósk Sigurðardóttir
Aníta Ísey
Eygló Ásta Þorgeirsdóttir
Halla Þórðardóttir
Hildur Jakobína Tryggvadóttir
Snædís Lilja Ingadóttir

Tónlistarstjórn
Birkir Gíslason

Tónlist
Igor Stravinsky

Hljómsveit
Cleveland Orchestra

Stjórnandi
Riccardo Chailly