Vestrið eina

Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur

Staðsetning
Borgarleikhúsið, Nýja svið

Frumsýning
7. nóvember 2008

Tegund verks
Leiksýning

Bræðurnir Coleman og Valene eru langt frá því að vera fyrirmyndarborgarar. Þrátt fyrir að vera komnir vel á fullorðinsaldur slást þeir stöðugt, drekka ótæpilega og lát föður þeirra virðist ekki snerta þá hið minnsta. Þegar sóknarpresturinn gerir örvæntingarfulla lokatilraun til þess að koma þeim til manns lítur þó út fyrir að eitthvað rofi til. Bleksvartur húmor og drepfyndin samtöl einkenna þetta alvöru gamanverk.

Martin McDonagh er eitt vinsælasta samtímaleikskáldið. Verk hans þykja með eindæmum vel skrifuð og einkennast af hnittnum samtölum, spennandi sögu, gálgahúmor og óhugnaði. The Lonesome West var frumflutt árið 1997 í Druid-leikhúsinu í Galway á Írlandi. Fjögur önnur leikrit leikskáldsins hafa verið sýnd hér á landi og hlotið feiknagóðar viðtökur, Fegurðardrottningin frá Línakri (LR), Halti Billi (Þjóðleikhúsið), Koddamaðurinn (Þjóðleikhúsið) og Svartur köttur (LA).

Höfundur
Martin McDonagh

Þýðing
Ingunn Ásdísardóttir

Leikstjóri
Jón Páll Eyjólfsson

Leikarar í aðalhlutverkum
Björn Thors
Þröstur Leó Gunnarsson

Leikari í aukahlutverki
Bergur Þór Ingólfsson 

Leikkona í aukahlutverki
Kristín Þóra Haraldsdóttir

Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir

Búningar
Ilmur Stefánsdóttir

Lýsing
Þórður Orri Pétursson

Tónlist
Hallur Ingólfsson

Hljóðmynd
Hallur Ingólfsson