Umbreyting

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Frumsýning
14. maí 2006

Tegund verks
Leiksýning

Í brúðuleiksýningunni Umbreytingu eru fullorðnir áhorfendur heillaðir inn í heim brúðulistarinnar. Öll höfum við einhvern tímann verið brúðuleikarar. Af hverju hættum við því? Á sinn einstaka hátt leiðir Bernd Ogrodnik okkur um nýjar lendur upplifana og skynjunar, þar sem brúðurnar sýna okkur kunnuglega hluti í nýju ljósi.

Tilvera okkar tekur stöðugum breytingum, en einnig skynjun okkar. Á leiksviðinu umbreytist ein smámynd í aðra, sviðið sjálft er sífellt að breytast og nýjar brúður vakna til lífsins. Sýningin samanstendur af fjórtán örsögum sem spanna vítt svið, allt frá óvæntum myndum af hversdagslegum fyrirbærum til hugleiðinga um tilvist mannsins á jörðunni.

Sögurnar eru fallegar og skelfilegar, fyndnar og sorglegar – þær fjalla um lífið í sínum ólíkustu myndum. Þær bera heiti eins og Baráttan fyrir frelsi, Síðasti dansinn, Draumur drengsins, Móðir og dóttir, Sakleysinu glatað, Vika í lífi Einars Einarssonar, Móðir jörð og Ástarsaga. Einstök ferð um heim brúðuleikhússins, þar sem áhorfendur geta upplifað eins konar “ljóð á hreyfingu”, því eins og Bernd Ogrodnik segir, þá er brúðuleikhús leikhúsinu það sem ljóðlistin er bókmenntunum.

Höfundur
Bernd Ogrodnik

Leikstjóri
Ágústa Skúladóttir

Leikari í aðalhlutverki
Bernd Ogrodnik

Leikmynd
Bernd Ogrodnik

Búningar
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir

Lýsing
Páll Ragnarsson

Tónlist
Bernd Ogrodnik