Tveggja þjónn

Heiti verks
Tveggja þjónn

Lengd verks
2 klst. 40 min.

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Tveggja þjónn
eftir Richard Bean
byggt á Þjóni tveggja herra eftir Carlo Goldoni
með tónlist eftir Grant Olding

Óborganlega skemmtilegur nýr gamanleikur sem sýndur hefur verið við miklar vinsældir á West End og Broadway – með eldfjörugri tónlist!

Tveggja þjónn (One Man Two Guvnors) er nýr breskur gamanleikur sem er byggður á víðfrægum klassískum gamanleik Goldonis. Verkið fékk frábærar viðtökur þegar það var frumsýnt í Breska þjóðleikhúsinu árið 2011 og var í kjölfarið sett upp á West End og Broadway. Sýningin hefur hlotið fjölda verðlauna og leikritið fékk meðal annars Evening Standard og London Critics Circle leiklistarverðlaunin sem besta leikrit ársins 2011.

Francis er sísvangur og eldfljótur að misskilja, en með óbilandi sjálfsbjargarviðleitni. Skyndilega er hann orðinn þjónn tveggja ólíkra herra með vægast sagt vafasaman bakgrunn. Hvorugur þessara herramanna veit af þjónustu Francis við hinn og von bráðar er mathákurinn fljótfæri en þrautseigi lentur í hringiðu ólgandi ástríðna, margslunginna blekkinga og endalauss misskilnings. Nú þarf Francis heldur betur að taka á öllu sínu ef ekki á að komast upp að hann þjónar tveimur herrum! En um leið reynir hann að sjálfsögðu að gleypa í sig hvern þann matarbita sem hann getur krækt í.

Bráðskemmtilegur og frumlegur gamanleikur, með mörgum af okkar allra sterkustu gamanleikurum.

KK og KK-bandið spila í sýningunni.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
12. október, 2012

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Leikskáld
Richard Bean / Carlo Goldoni

Leikstjóri
Þórhildur Þorleifsdóttir

Tónskáld
Grant Olding / KK

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Búningahönnuður
Filippía I. Elísdóttir

Leikmynd
Jósef Halldórsson

Leikarar
Baldur Trausti Hreinsson
Eggert Þorleifsson
Jóhann G. Jóhannsson
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Snorri Engilbertsson
Ævar Þór Benediktsson
Örn Árnason

Leikkonur
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Söngvari/söngvarar
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
Baldur Trausti Hreinsson
Eggert Þorleifsson
Jóhann G. Jóhannsson
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Ævar Þór Benediktsson
Örn Árnason

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/