Tripping North

Titill verks:
Tripping North

Sviðssetning:
John the Houseband

Sýningarstaður og frumsýningardagur:
Sýnt á Reykjavík Dance Festival í Tjarnarbíói 10. September 2011. Áður frumsýnt í Dansstationen Malmö 5. Og 6. September 2011. 

Um verkið:
John the Houseband – Tripping North er sviðsverk sem byggir á gömlum norrænum þjóðlögum og blandar saman  líkamstjáningu og raddheim nútímans. Hópur sex dansara og danshöfunda frá norður, suður og mið Evrópu sem skipa John the Houseband syngur dansverk og dansar tónleika. Tripping North rannsakar hvort ævagamlar rímur eigi skylt við poppgoðsagnir dagsins í dag og hver séu tengsl nútímasjálfsins við gamlar sönghefðir. John the Houseband sækir innblástur í mismuninn, hvort sem er í tungumál flytjenda, tónlistarhefð og líkamstjáningu og skautar á milli diskós og acapella, flamengó og  r’n’b, íslenskra rímna og þýskra sveitasöngva.
John the Houseband er ekki hljómsveit í eiginlegri merkingu heldur sviðslistaband. Sýningar hópsins byggja á samblandi tónlistarflutnings á sviði og notkun líkama sem hreyfi/dansforms þar sem leitast er við að hreyfa við áhorfendum á frumstæðan og óútskýranlegan hátt.
John the Houseband eru: Roger Sala Reyner, Dennis Deter, Hendrik Willekens, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Anja Muller og Alma Söderberg

Leikstjóri:
John the Houseband

Danshöfundur:
John the Houseband

Tónskáld:
John the Houseband

Leikarar:
Roger Sala Reyner, Hendrik Willekens, Dennis Deter

Leikkonur:
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Anja Muller, Alma Söderberg

Dansarar:
Roger Sala Reyner, Hendrik Willekens, Dennis Deter, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Anja Muller, Alma Söderberg