Þetta er grín án djóks

Heiti verks
Þetta er grín án djóks

Lengd verks
100 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Hommi, múslimi og feministi koma gangandi inn á bar…

Saga og Dóri eru uppistandarar og þau eru líka kærustupar. Þau elskast, rífast, semja brandara og eru ósammála um hvort betra sé að fara til New York eða á Hornstrandir til að rækta sambandið. Dóri og Saga eru kaldhæðin, upptekin af sjálfum sér og of mikið á netinu. Það er ekkert grín að vera einstaklingur í sjálfhverfu sambandi og í samkeppni við einu manneskjuna sem skilur mann. Það eina sem þau óttast er að segja óviðeigandi brandara og verða fyrir vikið jörðuð á öllum miðlum. En hvað er óviðeigandi brandari? Er grín ekki alltaf leikur á línunni? Og hversu óviðeigandi þarf mjög fyndinn brandari að vera til að maður sleppi honum? Er grín einhvern tímann ókeypis? Meira að segja fimm aura brandarar hafa verðmiða og hvað kostaði þá Grínverjinn?

Þetta er grín, án djóks er 316. sviðsetning Leikfélags Akureyrar og er sett upp í samstarfi við Menningarhúsið Hof.

Frumsýningardagur
22. október, 2015

Frumsýningarstaður
Menningarhúsið Hof

Leikskáld
Halldór Halldórsson, Saga Garðarsdóttir

Leikstjóri
Jón Páll Eyjólfsson

Tónskáld
Snorri Helgason

Hljóðmynd
Einar Karl Valmundsson

Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Búningahönnuður
Magnea Guðmundsdóttir

Leikmynd
Magnea Guðmundsdóttir

Leikarar
Benedikt Karl Gröndal
Halldór Laxness Halldórsson

Leikkonur
Saga Garðarsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
mak.is