Teach us to outgrow our madness

Teach us to outgrow our madness

Sviðsssetning
Shalala

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra svið

Frumsýning
19. júní 2009

Tegund verks
Danssýning

Dansleikhúsverkið Teach us to outgrow our Madness, eftir Ernu Ómarsdóttur var sýnt í Þjóðleikhúsinu að kvöldi kvennafrídagins föstudaginn 19. júní. Aðeins var um að ræða eina sýningu.

Í verkinu stíga fimm hárprúðar, norrænar verur óbeislaðan dans, syngja eins og sírenur og ropa, prjóna saman martraðir og drauma í magnþrunginni sýningu sem er í senn tryllt og frelsandi.
Verkið hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis og fengið einkar lofsamlega dóma í erlendum miðlum.

„Óðagot með fullkominni stjórn. Þetta verk á eftir að vera umtalað.“ Muriel Steinmetz / L’Humanité, 3 mars 2009,

„Verk þetta sýnir fram á hvernig sýningar á 21. öldinni eru að breytast og þorir einnig að fara yfir ýmis mörk sem gerir það mjög heillandi … Ofsafengin og frelsandi leikhúsupplifun.“ Claire Baudéan / France Info, 5 mars 2009.

Picture_1

Höfundur
Erna Ómarsdóttir í samstarfi við dansara og tónskáld

Leikstjóri
Erna Ómarsdóttir

Leikkonur í aðalhlutverkum
Erna Ómarsdóttir
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Sigríður Soffía Níelsdóttir
Sissel Merete Bjorkli
Valgerður Rúnarsdóttir

Búningar
Erna Ómarsdóttir
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Sigríður Soffía Níelsdóttir
Sissel Merete Bjorkli
Valgerður Rúnarsdóttir

Lýsing
Sylvian Rausa

Tónlist
Lieven Dousselaere
Valdimar Jóhannsson

Hljóðmynd
Lieven Dousselaere
Valdimar Jóhannsson

Söngvarar
Erna Ómarsdóttir
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Sigríður Soffía Níelsdóttir
Sissel Merete Bjorkli
Valgerður Rúnarsdóttir

Danshöfundur
Erna Ómarsdóttir í samstarfi við dansara

Dansarar
Erna Ómarsdóttir
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Sigríður Soffía Níelsdóttir
Sissel Merete Bjorkli
Valgerður Rúnarsdóttir

– – – – – – – –

Erna Ómarsdóttir er ein af skærustu dansstjörnum Evrópu og hefur hún tvívegis verið valin besti nútímadansarinn af útbreiddasta danstímariti Evrópu, Ballettanz og einnig mest spennandi ungi danshöfundurinn árið 2003. Hún er stundum nefnd „enfant terrible“ dansleikhússins, óþekktarormur sem hleypir öllu í loft upp, kveikir nýtt líf og skapar heim sem er ólgandi af lífsorku.

Picture_2  Picture_3  Picture_4