Sýning ársins

Titill verks:
Sýning ársins

Sviðssetning
16 elskendur 

Sýningarstaður og frumsýningardagur:
Óvíst hvar sýningin verður frumsýnd – áætlaður frumsýningardagur 2. mars 2012 

Um verkið:
Sviðslistaviðburðurinn Sýning ársins er könnun sviðslistahópsins 16 elskenda á áhrifum skoðanakannanna í íslensku samfélagi, en um leið innleitin skoðun á tengslum almennings við leikhúsið og væntingum til þess. Sviðslistahópurinn 16 elskendur hefur þegar látið framkvæma skoðanakönnun, í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, þar sem spurt var hvað fólk vildi helst og síst sjá á leiksviði. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar liggur nú þegar fyrir og munu 16 elskendur vinna upp úr henni sviðslistaviðburðinn Sýningu ársins og þar sem varpað verður ljósi á hvað íslenskir áhorfendur vilja helst sjá í leikhúsi og það sem þeir vilja helst ekki sjá. Þannig er leikhúsið nýtt til að fara ofan í saumana á meðaltalinu, lýðræðinu og áhrifum skoðanakannana í  samfélaginu.

Leikskáld: 16 elskendur

Leikstjóri: 16 elskendur 

Danshöfundur: 16 elskendur 

Tónskáld og hljóðmynd: 16 elskendur

Lýsing: 16 elskendur 

Búningahönnuður 16 elskendur

Leikmynd: 16 elskendur 

Leikarar: Davíð Freyr Þórunnarson, Friðgeir Einarsson og Hlynur Páll Pálsson

Leikkonur: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Eva Rún Snorradóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir.

Dansarar: Davíð Freyr Þórunnarson, Friðgeir Einarsson og Hlynur Páll Pálsson. Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Eva Rún Snorradóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir.

Vefsíða leikhóps / leikhúss:

www.16lovers.com 

16 elskendur eru: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Gunnar Karel Másson, Hlynur Páll Pálsson, Karl Ágúst Þorbergsson, Saga Sigurðardóttir and Ylfa Ösp Áskelsdóttir.