Svefngrímur

Heiti verks
Svefngrímur

Lengd verks
55.44

Tegund
Útvarpsverk

Um verkið
Þórhildur, þrítugt ljóðskáld, fer ásamt unnusta sínum, Trausta, í afmælisboð móður hans, Þórhildi til nokkurs ama. Ekki er á það bætandi þegar Trausti er kallaður út á bakvakt og Þórhildur situr ein eftir með tengdaforeldrum sínum sem hún hefur ekki miklar mætur á. Þegar rafmagnið fer af íbúðinni fer húsbóndinn út til að athuga málið. Í myrkrinu með tengdamóður sinni fara minningar úr fortíð Þórhildar að sækja á hana og valda henni óróleika. Þórhildur hefur miklar efasemdir um þá stefnu sem líf hennar virðist vera að taka og þær hugleiðingar kallast á við vangaveltur tengdamóðurinnar um fortíðina og bældar tilfinningar. Þegar Trausti kemur aftur úr útkallinu virðist lífið enn í föstum skorðum en í raun hefur allt breyst.

Sviðssetning
Útvarpsleikhúsið – RÚV

Frumsýningardagur
31. janúar, 2016

Frumsýningarstaður
Rás 1 – RÚV

Leikskáld
Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Leikstjóri
Guðjón Pedersen

Hljóðmynd
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson

Leikarar
Davíð Guðbrandsson, Guðmundur Ólafsson.

Leikkonur
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Ragnheiður Arnardóttir, Vala Frostadóttir.

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.ruv.is/thaettir/utvarpsleikhus