Svartfugl

Svartfugl

Sviðssetning
Aldrei óstelandi í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kúlan

Frumsýning
2012

Tegund verks
Leiksýning

„Hamingjan verður ekki hertekin“

Á afskekktum stað á hjara veraldar krauma ástríður, hatur ótti og afbrýðissemi en þar fæðast líka draumar um annað líf, draumar sem breytast í martröð.

Morðin á Sjöundá á 19. öld urðu Gunnari Gunnarssyni yrkisefni í Svartfugli, einni kunnustu skáldsögu íslenskra bókmennta. Þar segir frá elskendunum Bjarna og Steinunni sem í taumlausri ástarþrá og örvæntingu myrða maka sína til að geta verið saman. Upp kemst um glæpina og þau er fangelsuð og dæmd til dauða.

Nú mun leikhópurinn Aldrei óstelandi vinna nýja leikgerð upp úr þessum magnaða efniviði þar sem áherslan verður á atburðina á Sjöundá og yfirheyrslurnar yfir hinum seku.

Leikhópurinn vakti mikla athygli á síðasta ári með sýningunni Fjalla-Eyvindi í Norðurpólnum en hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem sýning ársins 2011.

Höfundur
Gunnar Gunnarsson

Leikgerð
Edda Björg Eyjólfsdóttir
Marta Nordal

Leikstjórn
Marta Nordal

Leikkonur
Edda Björg Eyjólfsdóttir
Harpa Arnardóttir