Svar við bréfi Helgu

Svar við bréfi Helgu

Sviðssetning
Borgarleikhúsið
Leikfélag Reykjavíkur

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja svið

Frumsýning
21. apríl 2012

Tegund verks
Leiksýning

Svar við bréfi Helgu er þriðja skáldsaga Bergsveins Birgissonar (1971) en hann var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverð- launanna fyrir fyrstu skáldsögu sína Landslag er aldrei asnalegt árið 2003. Svar við bréfi Helgu hlaut einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur lesenda. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2010 og valin besta skáldsaga ársins að mati bóksala.

Bókin seldist í bílförmum og því líklegt að margir bíði spenntir eftir því að sjá hvernig hún flyst yfir á leiksviðið. Bjarni skrifar bréf til konunnar sem honum bauðst að fylgja til borgarinnar forðum. Gerði hann rétt að taka jörðina fram yfir ástina? Hefði hann fremur átt að flytjast til Reykjavíkur til að moka skurð eða reisa bragga fyrir Ameríkana? Minningar úr sveitinni, vangaveltur um lífið og tilveruna og rammíslenskt fólk fléttast inn í safaríkar frásagnir af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Forboðnar ástir renna saman við sagnir af reyktum líkum, lágfættum hrútum og því þegar Farmallinn kom.

Svar við bréfi Helgu er þriðja skáldsaga Bergsveins Birgissonar (1971) en hann var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir fyrstu skáldsögu sína Landslag er aldrei asnalegt árið 2003. Svar við bréfi Helgu hlaut einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur lesenda. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2010 og valin besta skáldsaga ársins að mati bóksala. Bókin seldist í bílförmum og því líklegt að margir bíði spenntir eftir því að sjá hvernig hún flyst yfir á leiksviðið.

Höfundur
Bergsveinn Birgisson

Leikgerð
Ólafur Egill Egilsson

Leikstjórn
Kristín Eysteinsdóttir

Leikari
Þröstur Leó Gunnarsson

Leikkonur
Ilmur Kristjánsdóttir
Sigrún Edda Björnsdóttir

Leikmynd
Snorri Freyr Hilmarsson

Búningar
Snorri Freyr Hilmarsson

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist
Frank Hall

– – –

Leikgerðina gerir Ólafur Egill Egilsson (1977) en hann hefur getið sér gott orð fyrir skrif sín, bæði fyrir leikhús og kvikmyndir. Hann hlaut Grímuverðlaunin sem leikskáld ársins 2011 ásamt Auði Jónsdóttur fyrir leikgerð Fólksins í kjallaranum.