Skoppa og Skrítla á tímaflakki

Skoppa og Skrítla á tímaflakki

Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur
Skoppa og Skrítla

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Litla svið

Frumsýning
6. febrúar 2010

Tegund verks
Leiksýning ætluð börnum

Skoppa og Skrítla fá óvænta gjöf frá Lúsí – leikandi létt púsluspil. Nú reynir á hvort áhorfendur geti hjálpað þeim að leika við hvern sinn fingur, setja á sig glingur … og hver er það sem syngur? Jú, það er bakari svakari. En … af hverju er hann á hvolfi? Og hérna … ræna sjóræningjar sjó? Kunna blómin virkilega að tala? Og hvers vegna segir klukkan tikk-takk, en ekki bara takk fyrir takk?

Skoppa og Skrítla hafa verið eftirlæti ungra leikhús- og bíógesta undanfarin ár. Í þessari nýjustu sýningu þeirra verða margar spurningar á vegi þeirra og því eins gott að Lúsí sé með svörin á reiðum höndum. Vinkonurnar láta sér að þessu sinni ekki nægja að ferðast bara um heiminn. Onei. Þær ferðast sko líka um í tíma og hitta fyrir alls kyns fólk og fyrirbrigði sem við erum kannski ekki vön að sjá á rölti í miðbænum.

Syngjandi glöð sýning fyrir alla skemmtilega stubba, fjölskyldur þeirra – og klukkurnar þeirra.

skoppa2Höfundur
Hrefna Hallgrímsdóttir

Leikstjóri
Gunnar Helgason

Leikkonur í aðalhlutverki
Hrefna Hallgrímsdóttir
Linda Ásgeirsdóttir

Leikari í aukahlutverki
Viktor Már Bjarnason

Leikkona í aukahlutverki
Vigdís Gunnarsdóttir

Leikmynd
Katrín Þorvaldsdóttir
Þórdís Jóhannesdóttir

Búningar
Katrín Þorvaldsdóttir
Una Stígsdóttir

Lýsing
Magnús Helgi Kristjánsson

Tónlist
Hallur Ingólfsson

Hljóðmynd
Ólafur Örn Thoroddsen

Danshöfundur
Sveinbjörg Þórhallsdóttir

Dansarar
Andri Fannar Pétursson
Davíð Chiarolanzio
Einar Karl Jónsson
Höskuldur Jónsson
Margrét Hörn Jóhannsdóttir
Rakel Matthíasdóttir