Rautt

Heiti verks
Rautt

Lengd verks
Tvær klukkustundir og tuttugu mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Rothko og hinn eilífi ótti listamannsins

„Það er harmleikur fólginn í hverri pensilstroku“ sagði Mark Rothko um eigin verk. Hann var einn mikilvægasti málari 20. aldarinnar og tók að sér eitt stærsta verkefni listasögunnar fyrir áður óþekkta upphæð. Þrátt fyrir þennan heiður sækja að honum efasemdir og innri átök brjótast fram í samskiptum hans við unga aðstoðarmanninn, Ken. Átökin eru ekki aðeins milli meistara og lærlings heldur fulltrúa nýrra tíma og hins helga konungs myndlistarinnar. Ólík viðhorf til lífsins takast á og um leið afhjúpast ævi aðstoðarmannsins; sorglegir atburðir fortíðar knýja dyra og átökin hafa óvæntar afleiðingar. Þótt báðir komi sárir úr því einvígi hafa þeir engu að síður unnið sigur, hvor á sinn hátt.

Rautt hefur sópað til sín verðlaunum víða um heim á síðustu árum. Meðal annars hlaut það hin virtu Tony verðlaun árið 2010 og gagnrýnendur hafa ekki haldið vatni yfir verkinu. Rautt er gríðarlega vel skrifað leikrit með sterkum persónum, sígildum spurningum um lífið og óvæntum afhjúpunum.

John Logan (f. 1961) hefur skrifað fjölmörg leikrit og kvikmyndahandrit og víða fengið fyrir þau verðlaun og viðurkenningar. Hann skrifaði m.a. handrit að kvikmyndunum The Aviator, Gladiator og Hugo sem allar hlutu tilnefningar til Óskarsverðlauna.

Sviðssetning
Borgarleikhúsið

Frumsýningardagur
21. september, 2012

Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið, Litla svið

Leikskáld
John Logan

Leikstjóri
Kristín Jóhannesdóttir

Hljóðmynd
Thorbjörn Knudsen

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Búningahönnuður
Helga I. Stefánsdóttir

Leikmynd
Helga I. Stefánsdóttir

Leikarar
Jóhann Sigurðarson
Hilmar Guðjónsson

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is