PLANE

Heiti verks
PLANE

Lengd verks
40mín

Tegund
Dansverk

Um verkið
„Öðrum megin á skálinni er ég og hinu megin þú. Þetta er spurning um jafnvægi á milli mín og þín.“
– Stjörnumerkið Vogin

PLANE er sýning tveggja ólíkra líkama sem hittast á sviði og reyna að aðlaga sig hvor að öðrum. Eiginleikar hvors fyrir sig eru gerðir að þeim sömu og andstæður notaðar til að skapa jafnvægi. Í leit að mannlegum eðlileika finnast líka ójöfnur og stundum er erfitt að hittast á miðri leið. Hreyfingar leiða af sér dáleiðandi ástand þar sem erfitt er að geta sér til um hver er með og hver er á móti. PLANE er sýning þar sem tveir líkamar halda sig á línunni, hlið við hlið, skref fyrir skref.

Sviðssetning
Melkorka & Kata

Frumsýningardagur
15. febrúar, 2015

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó

Danshöfundur
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir

Hljóðmynd
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir

Lýsing
Garðar Borgþórsson

Dansari/dansarar
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
comingupdance.tumblr.com/