Pétur Gautur

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Frumsýning
16. febrúar 2006

Tegund verks
Leiksýning

Pétur Gautur er eitt af meistarverkum Henriks Ibsens, snilldarlegur ljóðleikur sem aflaði skáldinu heimsfrægðar. Verkið kom fyrst út á bók árið 1867 en tæpum áratug síðar var það frumflutt og það hefur reglulega verið sett upp í frægum uppsetningum í helstu leikhúsum heims síðan þá.
Hin margbrotna titilpersóna verksins og knýjandi spurningar um það sem skiptir máli í lífinu og kjarna mannsins hafa heltekið jafnt leikhúslistafólk sem áhorfendur í gegnum tíðina. Mannlegt innsæi höfundarins nýtur sín hér til fulls og ímyndunarafl og hugmyndaauðgi hans fara á óviðjafnanlegt flug, í verki sem er leiftrandi af húmor. Í sýningu Þjóðleikhússins nú, verður sjónum beint að Pétri Gaut í nútímanum.

Höfundur

Henrik Ibsen

Leikstjóri og höfundur leikgerðar

Baltasar Kormákur
Þýðing
Karl Ágúst Úlfsson
Leikari í aðalhlutverki
Björn Hlynur Haraldsson

Leikkona í aðalhlutverki

Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Leikarar í aukahlutverki

Ingvar E. Sigurðsson
Ólafur Egill Egilsson
Ólafur Darri Ólafsson

Leikkonur í aukahlutverki

Brynhildur Guðjónsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Guðrún S. Gísladóttir

Leikmynd
Gretar Reynisson

Búningar

Helga I. Stefánsdóttir

Lýsing

Páll Ragnarsson

Hljóðmynd

Ester Ásgeirsdóttir
Sigurður Bjóla