Ökutímar

Sviðssetning
Leikfélag Akureyrar

Sýningarstaður
Rýmið

Frumsýning
2. nóvember 2007

Tegund
Sviðsverk – Leiksýning

Saga um forboðna ást með tónlist eftir Lay Low.

Fjölskylda Lillu er allt annað en venjuleg. Mamma og amma keppast við að leggja henni lífsreglurnar. En er Peck bara góður frændi þegar hann býðst til að kenna henni á bíl? Ökutímar er áleitið leikrit sem fjallar um svik, ást og fyrirgefningu og tekur á viðkvæmu máli á óvenjulegan hátt. Hér er á ferðinni margbrotin þroska- og fjölskyldusaga sem fær áhorfendur til að súpa hveljur en er þó drifin áfram af heillandi húmor.

Ökutímar er margverðlaunað verk sem farið hefur sigurför um heiminn. Leikritið vann meðal annars hin virtu Pulitzer verðlaun þegar verkið var frumsýnt í Bandaríkjunum.

Tónlistarkonan Lay Low, sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2006, semur tónlist við sýninguna og tekur þátt í flutningi verksins.

Höfundur
Paula Vogel

Þýðing
Sigtryggur Magnason

Leikstjóri
María Reyndal

Leikari í aðalhlutverki
Þröstur Leó Gunnarsson

Leikkona í aðalhlutverki
Kristín Þóra Haraldsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Guðjón Davíð Karlsson
Hallgrímur Ólafsson

Leikkona í aukahlutverki
Þrúður Vilhjálmsdóttir

Leikmynd
Filippía Elísdóttir

Búningar
Filippía Elísdóttir

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist
Lay Low – Lovísa  Elísabet Sigrúnardóttir

Söngvari
Lay Low – Lovísa  Elísabet Sigrúnardóttir

Danshöfundur
Lára Stefánsdóttir 

Image