norway.today

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið og framhaldsskólarnir

Frumsýning
17. janúar 2008

Tegund
Sviðsverk – Leiksýning

Júlía er tvítug. Hún leitar að einhverjum á netinu sem er tilbúinn til þess að fremja með henni sjálfsmorð. Hún finnur hinn nítján ára gamla Ágúst á spjallrás. Vopnuð samlokum, bjór og myndbandstökuvél leggja þau af stað í langferð upp á himinháa bjargbrún í Noregi þar sem þau ætla að láta verða af því að stökkva…

norway.today er skemmtilega þverstæðukennt verk um leitina að tilgangi lífsins í tæknivæddum nútíma, uppfullt af húmor og áhugaverðum pælingum um hluti sem snerta okkur öll. Þetta margverðlaunaða verk hefur verið þýtt á tuttugu og fimm tungumál og sett upp í yfir tvö hundruð mismunandi uppfærslum um allan heim.

Höfundur
Igor Bauersima

Þýðing
María Kristjánsdóttir

Leikstjóri
Vigdís Jakobsdóttir

Leikari í aðalhlutverki
Þórir Sæmundsson

Leikkona í aðalhlutverki
Sara Marti Guðmundsdóttir 

Leikmynd
Högni Sigþórsson

Búningar
Leila Arge

Lýsing
Benedikt Axelsson 

Hljóðmynd
Halldór Snær Bjarnason 

ImageImageImage