Ljósberarnir

Heiti verks
Ljósberarnir

Lengd verks
105.11

Tegund
Útvarpsverk

Um verkið
Freyja er tíu ára áhugakona um ráðgátur og dularfull mál sem býr í Laugarneshverfinu. Henni líst vægast sagt illa á að hafa Ottó, strákinn úr kjallaranum, hangandi yfir sér alla páskana eins og foreldrar þeirra hafa lagt á ráðin um. Páskafríið tekur hins vegar vægast sagt óvænta stefnu þegar krakkarnir finna fyrir tilviljun leynileg skilaboð á dulmáli og taka höndum saman um að ráða skilaboðin. Þau komast að því að í Laugardalnum er eitthvað magnað á seyði og böndin berast að þvottalaugunum þar sem mamma Freyju stjórnar fornleifauppgreftri.

Saman mynda Freyja og Ottó öflugt tvíeyki við rannsókn málsins – hún með sinn ódrepandi ráðgátuáhuga og Ottó með mikla þekkingu á jurtum og dýralífi. Inn í hið leyndardómsfulla mál fléttast meðal annars úrillur garðyrkjumaður í Grasagarðinum, persónur úr fjarlægri fortíð, fugl sem þverbrýtur reglur Borgarbókasafnsins og stórskrítinn nágranni sem gæti verið versti orgelleikari landsins.

Ljósberarnir er fyrsta verk Sölku Guðmundsdóttur fyrir Útvarpsleikhúsið en hún hefur skrifað talsvert af sviðsverkum og starfar um þessar mundir sem leikskáld Borgarleikhússins. Meðal verka Sölku má nefna barnaleikritið Hættuför í Huliðsdal, Súldarsker og Old Bessastaði. Salka hlaut nýverið styrk úr Leikritunarsjóði Þorsteins Ö. Stephensen fyrir útvarpsverk í vinnslu. Hún hefur verið einlægur aðdáandi Útvarpsleikhússins frá unga aldri og á góðar minningar um að flatmaga fyrir framan lítið, rautt útvarp á laugardagsmorgnum fyrir margt löngu.

Sviðssetning
Útvarpsleikhúsið – RÚV

Frumsýningardagur
24. mars, 2016

Frumsýningarstaður
Rás 1 – RÚV

Leikskáld
Salka Guðmundsdóttir

Leikstjóri
Harpa Arnardóttir

Tónskáld
Ólafur Björn Ólafsson

Hljóðmynd
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson

Leikarar
Pétur Steinn Atlason
Pétur Einarsson
Arnmundur Ernst Bachman
Erling Jóhannesson
Þorsteinn Bachmann
Broddi Broddason
Hannes Óli Ágústsson
Jörundur Ragnarsson

Leikkonur
Andrea Marín Magnúsdóttir
Margrét Helga Jóhannesdóttir
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Edda Björg Eyjólfsdóttir
Aðalbjörg Árnadóttir
Þórdís Arnljótsdóttir
Salka Guðmundsdóttir
Esther Thalia Casey
Halldóra Katrín Sigurðardóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.ruv.is/thaettir/utvarpsleikhus