Lilja

Lilja

Sviðssetning
Leikfélag Akureyrar

Sýningarstaður
Rýmið

Frumsýning
9. október 2009

Tegund verks
Leiksýning

Lilja er nýtt leikrit eftir Jón Gunnar Þórðarson, sem hann byggir lauslega á hinni frægu kvikmynd Lukas Moodyssons, LILYA  4-EVER.

Lilja er 16 ára stúlka sem býr í gömlu Sovétríkjunum. Móðir hennar yfirgefur hana og flytur til Bandaríkjanna. Lilja býr til sitt eigið heimili með vinkonu sinni Natösju og 14 ára gömlum dreng, Volodja. Á meðan hún sér fyrir heimilinu með vændi dreymir þau öll um betra líf í ”Vestrinu”. Er draumalífið fegurðin ein, eða er draumurinn helvíti á jörð? Þetta er saga um börn, fátækt, vændi, ást og svik. Þetta er átakanleg saga um gamaldags þrældóm í nútímasamfélagi.

Jón Gunnar vann leikritið meðan hann var við nám í Drama Centre í London. Honum var síðan boðinn styrkur til að vinna verkið áfram í Young Vic leikhúsinu í London. Lilja var frumsýnd í The Contact Theatre í Manchester 2008 í leikstjórn Jóns Gunnars. Sýningin fékk mjög góða gagnrýni og m.a. 5 stjörnur í Manchester Evening News.

Höfundur
Jón Gunnar Þórðarson

Byggt á kvikmynd eftir
Lukas Moodysson

Leikstjóri
Jón Gunnar Þórðarson

Leikarar í aukahlutverkum
Atli Þór Albertsson
Ólafur Ingi Sigurðsson
Hjalti Rúnar Jónsson
Þráinn Karlsson

Leikkona í aðalhlutverki
Jana María Guðmundsdóttir

Leikkona í aukahlutverki
María Þórðardóttir

Leikmynd
Baldvin Magnússon
Jón Gunnar Þórðarson
Ragneiður Mekkín Ragnarsdóttir
Steingrímur Þorvaldsson
Leikhópurinn

Búningar
Rannveig Eva Karlsdóttir

Lýsing
Freyr Vilhjálmsson

Hljóðmynd
Gunnar Sigurbjörnsson

– – – – – –

Leikfélag Akureyrar er eina atvinnuleikhús landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Það er rekið með stuðningi Akureyrarbæjar á grunni samnings við Menntamálaráðuneytið. Saga Leikfélagsins spannar nú nær heila öld, en félagið varð atvinnuleikhús árið 1973.

Starfsemin er í hjarta Akureyrar í fallegu nýuppgerðu leikhúsi, Samkomuhúsinu, sem tekur 210 manns í sæti. Samkomuhúsið hefðbundið leikhús með sviði, upphækkuðum sal og svölum. Þann 16. febrúar 2006 opnaði leikhúsið nýtt leikrými sem það nefnir einfaldlega Rýmið. Rýmið svartur kassi sem hægt er að nýta á fjölda ólíka vegu. Leikhúsið sýnir einnig í öðrum rýmum bæði innan bæjarins en einnig í Reykjavík.

Verkefnaskrá leikhússins hefur í gegnum tíðina verið fjölbreytt, klassísk íslensk og erlend verk, ný íslensk og erlend verk, barnaleikrit og söngleikir. Nú einbeitir leikhúsið sér að nútímaleikritun. Árlega sviðsetur leikhúsið fjórar til sjö leiksýningar á eigin vegum og í samstarfi við aðra auk ótal styttri sýninga og smærri viðburða. Fjöldi nýrra íslenskra verka hefur verið frumsýndur hjá leikhúsinu og listamenn leikhússins vinna reglulega með nýjum leikskáldum.  Fjöldi fastráðinna leikara er nokkuð breytilegur á milli tímabila en leikhópurinn hefur talið 4-11.

 

004  _gb00198  _gb00288_copy  006008  623320202649

009  Picture_6