Langstærsti draumurinn: Uppflosnað fólk

Sviðssetning
Lýðveldisleikhúsið

Sýningarstaður
Sundlaugin í Laugardal
Sundhöll Reykjavíkur

Frumsýning
4. ágúst 2007
18. ágúst 2007

Tegund
Sviðsverk – Leiksýning

Fyrsti hluti verksins, Þeir stífluðu dalinn minn, var fluttur í innilauginni í Laugardalnum. Seinni hluti sýningarinnar, Langstærsti draumurinn, var fluttur í Sundhöllinni við Barónsstíg á Menningarnótt. Þessi hluti ber nafnið Uppflosnað fólk.

Langstærsti draumurinn er fjölleiksýning með blandaðri tækni. Auk hefðbundinna þátta leiksýningar (leikur, dans, tónlist osfrv.) var notast við kvikmyndatækni og tölvugrafík. Verkið varð til í nokkrum hlutum og á fyrri stigum voru þessir hlutar kvikmyndaðir en síðan varpað á tjald í sýningunni. Það sem skilur þessa vinnu frá venjulegri kvikmyndagerð eða videdólist er að um leiksýningu er að ræða og áhorfendur ætíð viðstaddir. Vatn er grunnþáttur í verkinu og því er sýnt í sundlaugum og sundhöllum.

Árið 1900 bjó innan við tíundi hluti þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en nú lætur nærri að tveir af hverjum þremur Íslendingum búi þar. Hvaðan kemur allt þetta fólk? Flosnaði það upp úr sveitunum með breyttum búskaparháttum eða er það að flýja kvótaleysi og álversskort? Og hvað vill það þá fá í staðinn? Uppflosnað fólk fjallar um fjölskyldu sem býr í útjaðri einhvers þéttbýliskjarnans. Móðirin skúrar hjá Orkubúinu og tregar dalinn sinn sem er kominn undir vatn og steinkarlinn sem hvílir á botni lónsins. Sonurinn Bibbi er atvinnulaus þungarokkarari en dóttirin Hekla er að læra verkfræði og að lesa undir próf í burðarþolsfræðum. Einnig kemur þungarokkarinn Vibbi við sögu en hann er vinur Bibba og aðdaándi Heklu. Hvaða drauma á þetta fólk og hvernig gengur því að láta þá í samkeppni við fólk og stofnanir með enn stærri drauma? Í verkinu er gerð tilraun til að svara því.

Höfundur
Benóný Ægisson

Leikstjóri
Benóný Ægisson

Leikkonur í aðalhlutverkum
Alexía Björg Jóhannesdóttir
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
Kolbrún Anna Björnsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir 

Leikkonur í aukahlutverkum
Alexía Björg Jóhannesdóttir
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
Kolbrún Anna Björnsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir