Konan áður

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæðið

Frumsýning
10. nóvember 2007

Tegund
Sviðsverk – Leiksýning

Hún stendur við útidyrnar og segir: „Hingað er ég komin, til að minna þig á.“ Þetta hljómar í senn eins og hótun og vináttuvottur. Konan úr fortíðinni minnir Frank á loforðið sem hann gaf henni fyrir tuttugu og fjórum árum, um að hann myndi alltaf elska hana.
Frank og Kládía hafa verið gift í nítján ár, þau eru miðaldra og þrá breytingar. Þau hafa pakkað búslóðinni niður í kassa og ætla að hefja nýtt líf með syni sínum handan við hafið, þegar æskuástin birtist skyndilega og krefst þess að húsbóndinn efni gamalt loforð.

Leikskáldið Roland Schimmelpfennig er eitt mest leikna samtímaleikskáld Þýskalands í dag, en leikrit hans hafa verið þýdd á rúmlega tuttugu tungumál. Konan áður er fyrsta verk hans sem sýnt er á íslensku leiksviði.

Höfundur
Roland Schimmelpfennig 

Þýðing
Hafliði Arngrímsson

Leikstjóri
Hafliði Arngrímsson 

Leikarar í aðalhlutverkum
Baldur Trausti Hreinsson
Vignir Rafn Valþórsson

Leikkonur í aðalhlutverkum
Edda Arnljótsdóttir
Edda Björg Eyjólfsdóttir

Leikkona í aukahlutverki
Þórunn Erna Clausen

Leikmynd
Stígur Steinþórsson 

Búningar
Stígur Steinþórsson

Lýsing
Hörður Ágústsson