Klókur ertu Einar Áskell

Sviðssetning
Fígúra – Leikhús Bernd Ogrodnik

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kúlan

Frumsýning
30. ágúst 2008

Tegund verks
Barnasýning

Bernd Ogrodnik er mættur með nýja brúðuleiksýningu sem er um hinn bráðskemmtilega og uppátækjasama snáða, Einar Áskel. Við fylgjumst með degi í lífi feðganna Einars Áskels og pabba hans, þar sem daglegt líf fær á sig ljóma ævintýrs, eins og tilvera okkar allra getur gert í einum vettvangi, ef við opnum fyrir leikinn, sköpunina og ímyndunaraflið. Einar Áskell veit fátt skemmtilegra en þegar pabbi hans tekur sér tíma og leikur við hann. Það næst skemmtilegasta er að fá að leika sér með verkfærakassann, en það er stranglega bannað og stórhættulegt að leika sér með sögina!

Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim, þar sem við sögu koma ýmsar furðuskepnur. En allir skemmtilegir dagar taka enda og þá þarf maður að hátta sig og fara að sofa. En það getur verið erfitt að sofna þegar hugurinn er enn uppfullur af ævintýrum dagsins.

Gunilla Bergström, höfundur hinna sívinsælu bóka um Einar Áskel, setti sig í samband við Bernd á síðasta ári og hafði áhuga á að vinna með Bernd að einhverju skemmtilegu verkefni í kringum snáðann Einar Áskel. Upp úr þessu hefur þróast góð vinátta og skemmtilegt samstarf.

Höfundur
Bernd Ogrodnik

Byggt á verkum eftir
Gunilla Bergström 

Leikstjórn
Kristján Ingimarsson

Brúðustjórn
Bernd Ogrodnik 

Leikmynd
Bernd Ogrodnik

Brúðugerð
Bernd Ogrodnik

Búningar
Helga Björt Möller

Hljóðmynd
Bernd Ogrodnik 

 

ImageImageImageImageImageImage