Kinkí – Skemmtikraftur að sunnan

Sviðssetning
Lýðveldisleikhúsið

Sýningarstaður
Salurinn

Frumsýning
27. júní 2008

Tegund verks
Einleikur

Skemmtikrafturinn Kinkir Geir Ólafsson hefur af góðmennsku sinni ákveðið að gefa konum í úthverfum 101 Reykjavíkur tækifæri til að njóta kertaljósakonserts síns í tónleikahúsinu Salnum, Hamraborg 6 í Kópavogi. Kertaljósakonsertinn verður fimmtudaginn 25. september kl. 20 en ekki eru fleiri konsertar fyrirhugaðir í úthverfunum heldur mun Kinkir Geir einbeita sér að því að gleðja konur á landsbyggðinn næstu misseri.

Kinkir Geir Ólafsson er söngvari og mannkynsfræðari. Hann er líka með hjartað fullt af ást sem hann úthellir á kertaljósakonsertum sínum. En umfjöllunarefnið er ekki bara ástin. Nei þetta er líka upplýsandi dagskrá fyrir úthverfalið og aðra sveitamenn. Kinkí mun meðal annars leiða dreifbýlingana í allan sannleika um átthaga sín, nafla alheimsins; 101 Reykjavík þar sem æðiliðið býr.

Sigurför Kinkis Geirs Ólafssonar um landið hófst með frumsýningu á Seyðisfirði 27. júní s.l. en síðan lá leið hans m.a. til Ísafjarðar á einleikjahátíðina Act Alone þar sem hann sló eftirminnilega í gegn.

Höfundur
Benóný Ægisson 

Leikstjóri
Guðjón Sigvaldason 

Leikari í aðalhlutverki
Benóný Ægisson 

Búningar
Benóný Ægisson 

Tónlist
Benóný Ægisson

Hljóðmynd
Benóný Ægisson 

Söngvari
Benóný Ægisson