Karitas

Heiti verks
Karitas

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Seiðandi verk um ástir og örlög, og löngunina til að hlýða kalli listagyðjunnar í hörðum heimi

Skáldsögur Kristínar Marju, Karitas án titils og Óreiða á striga, hafa notið mikilla vinsælda. Þær fjalla um líf listakonu á fyrri hluta síðustu aldar og hlutskipti kvenna á Íslandi fyrr og síðar, ekki síst þeirra sem hafa þráð að feta aðra slóð en samfélagið hefur ætlað þeim.

Í verkinu kynnumst við listakonunni og móðurinni Karitas sem hefur leitað skjóls í afskekktri sveit eftir að veröld hennar hefur hrunið. Minningabrot og andvökudraumar ásækja hana í hvítum bjarma jökulsins sem gnæfir yfir öllu. Móðurhjarta hennar er þjakað af sorg. Hugsanir um eiginmanninn sem hvarf úr lífi hennar fyrir þrettán árum sækja stöðugt á hana og löngunin til að hlýða kalli listagyðjunnar er knýjandi. Upp er runnin stund þar sem Karitas þarf að taka grundvallarákvörðun varðandi sjálfa sig og líf sitt.

Karitas er átakamikil og hrífandi saga um langanir og þrár, sorgir og ástríður og fórnirnar sem hamingjan og draumarnir geta krafist.

Karitas án titils var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2006. Árið 2008 hlutu Karitas án titils og Óreiða á striga Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna og voru tilnefndar til Menningarverðlauna DV í bókmenntum.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
17. október, 2014

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Leikskáld
Kristín Marja Baldursdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Símon Birgisson

Leikstjóri
Harpa Arnardóttir

Tónskáld
Matti Kallio

Hljóðmynd
Kristinn Gauti Einarsson

Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Búningahönnuður
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir

Leikmynd
Finnur Arnar Arnarson

Leikarar
Arnmundur Ernst Backman, Björn Hlynur Haraldsson, Oddur Júlíusson, Stefán Hallur Stefánsson, Þórir Sæmundsson

Leikkonur
Brynhildur Guðjónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is