Kallinn sem gat kitlað sjálfan sig

Kallinn sem gat kitlað sjálfan sig

Sviðssetning
Leikhópurinn Fjöður í hatti í samstarfi við Norðurpólinn

Sýningarstaður
Norðurpóllinn

frumsýningardagur
28. Ágúst.

Tegund verks
Leiksýning

Um verkið

Dr. Flosi og Vanja frænka hans eru bestu vinir. Flosi er doktor í hlæju- og kitluvísindum og safnar hlátri í krukkur. Hann dreymir um að verða heimsfrægur snillingur og komast í heimsmetabók Gunnars. Einn daginn býður hann Vönju frænku í heimsókn til að sýna henni nýjustu tilraunina.

Hann hefur nefnilega fundið leið til að kitla sjálfan sig. Kallinn sem gat kitlað sjálfan sig er innileg og fyndin sýning fyrir börn á öllum aldri. Sýningin er um 50 mínútur að lengd með söng og dansi. Svo á Dr. Flosi það líka til að biðja börnin um að hjálpa sér við hitt og þetta.

Leikskáld:
Árni Kristjánsson, Finnbogi Þorkell Jónsson og Tinna Þorvalds Önnudóttir

Leikstjóri
Árni Kristjánsson

Tónskáld
Albert Hauksson

Lýsing
Arnar Ingvarsson og Árni Kristjánsson

Búningahönnuður
Margrét Agnes Iversen og Ásta Fanney Sigurðardóttir

Leikarar
Finnbogi Þorkell Jónsson

Leikkonur
Tinna Þorvalds Önnudóttir

Leikmynd
Margrét Agnes Iversen og Ásta Fanney Sigurðardóttir