Kabarett Leikfélags Akureyrar

Kabarett er fyrsta verkefni Mörtu Nordal sem nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og kemur hún til með að leikstýra sýningunni. Tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri MAk og listrænn stjórnandi SN.

Í myndskeiðinu flytur Hákon Jóhannesson atriði úr sýningunni. Hákon er nýútskrifaður leikari frá Listaháskóla Íslands. Hann fer með hlutverk MC í sýningunni.

Söngleikurinn Kabarett var frumsýnur á Broadway árið 1966 og hefur síðan þá notið mikilli vinsælda og verið settur upp reglulega víða um heim. Samnefnd kvikmynd Bob Fosse með Lizu Minnelli í aðalhlutverki naut mikillar hylli og vann til átta Óskarsverðlauna.

Söngleikurinn hefur verið settur upp nokkrum sinnum á Íslandi, síðast í Gamla Bíói árið 2005. Veturinn 1986-1987 var hann settur upp af Leikfélagi Akureyrar í Samkomuhúsinu.

7303 replies