Jólasveinar Grýlusynir

Sviðssetning
Kómedíuleikhúsið

Sýningarstaður
Tjöruhúsið

Frumsýnt
17. nóvember 2007

Tegund
Barnaverk

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði frumsýnir nýtt íslenskt jólaleikrit sem heitir Jólasveinar Grýlusynir og er einleikur einsog flest verk Kómedíuleikhússins. Höfundar eru þau Elfar Loga Hannesson og Soffía Vagnsdóttur. Hér er á ferðinni leikur um gömlu íslensku jólasveinanna og ýmsum spurningum reynt að svara um þessa skrítnu sveina. Hvers vegna er Stúfur minnstur jólasveinanna? Af hverju er Stekkjastaur svona hár til hnésins? Var fjórtándi jólasveinninn til? Eru Askasleikir og Bjúgnakrækir tvíburar? Allt þetta og miklu fleira fáum við að vita í sýningunni um Grýlusynina.

Jólasveinar Grýlusynir verður á fjölunum í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði og hefur það nú tekið á sig jólalega mynd og er sannkallað ævintýrahús jólasveinanna. Fjölmargir vestfirskir listamenn koma að sýningunni.

Höfundar
Elfar Logi Hannesson 
Soffía Vagnsdóttir

Leikstjóri
Soffía Vagnsdóttir

Leikari
Elfar Logi Hannesson 

Brúður
Marsibil G. Kristjánsdóttir

Grímur
Marsibil G. Kristjánsdóttir

Leikmynd
Marsibil G. Kristjánsdóttir
Kristján Gunnarsson

Búningar
Alda Veiga Sigurðardóttir

Lýsing
Jóhann Daníel Daníelsson 

Tónlist
Hrólfur Vagnsson