IO (Sex pör)

Titill verks:
IO (io, nafn tungls Jupiters – eitt sex verka í Sex pör)

Tegund verks:
Dansverk

Sviðssetning:
Listahátíð í Reyjavík , 6 pör, Helena Jónsdótttir og Hilmar Örn Hilmarsson

Sýningarstaður og frumsýningardagur:
Tjarnarbíó, Listahátíð í Reykjavík 2011

Um verkið:
„Veltir þú því ekki stundum fyrir þér hvaðan hugmyndir þínar, venjur, hegðunarmustur eða hreyfingar eru ættaðar? Hvað er sjálfsprottið og hvað er lært? Hvað er að verða til á þessu augnabliki og hvað er aldagamall endurómur?“ Hve oft hefurðu verið á fyrirlestri í þínu daglega umhverfi? Hér taka Helena Jónsdóttir og Friðgeir Einarsson upp hreyfingar frá þorvaldi Þorsteinssyni þar sem hann er að gefa einn slíkann. Klippt var myndbandið af þeim lestri og síðan tók Friðgeir þær hreyfingar upp og lærði þær utan að. Sporin sem við sjáum á gólfinu eru einnig frá ÞÞ og tekur Friðgeir þannig sporið í fullum skilningi. Á hverjum degi notum við svokallað líkamsmál í öllum okkar samskiptum og lesum við þær jafnvel betur en rödd eða orð. Þessar hreyfingar eru okkur eðlislæg og hér er það okkar aðalviðfangsefni. Efni sem okkur fannst spennandi til að brúa á milli okkar daglegu hreyfingarmunstri sem við þekkjum öll svo vel yfir í dans sem við ættum að stíga oftar en ekki.

Leikstjóri:
Helena Jónsdóttir

Danshöfundur:
Helena Jónsdóttir (Upprunarleg spor frá fyrirlestri Þorvaldar Þorseinssonar og unnið í samvinnu við Friðgeir Einarsson)

Tónskáld:
Hilmar Örn Hilmarsson

Hljóðmynd:
Hilmar Örn Hilmarsson + Veðurspá frá Veðurstofu Íslands

Lýsing:
Jóhann Bjarni Pálmason

Búningahönnuður
Rebekka Rafnsdóttir

Leikmynd
Helena Jónsdóttir

Leikarar
Friðgeir Einarsson

Dansarar
Friðgeir Einarsson og video

http://stage.is/productions/io/