Í speglinum sefur kónguló 

Í speglinum sefur kónguló 

Verkið fjallar um stelpu og strák sem stofnun hefur valið til að eignast saman barn. Leikritið gerist í óvenju velskipulagðri borg þar sem mannlegum breyskleika hefur verið sagt stríð á hendur og framfarir í vísindum hafa þróað manneskjuna svo nú fæðist fólk kvillalaust og nær fullkomið á líkama og sál. Borgin hreykir sér af að vera staður þar sem hin hreina fegurð ríki. Undir eftirliti og leiðbeiningum stofnunarinnar gengur stúlkan með barn piltsins, en viðbrögð unga fólksins reynast ekki jafn útreiknanleg og ráð var fyrir gert – eða hvað?

Höfundur
Kristín Ómarsdóttir

Leikstjórn
Kristín Jóhannesdóttir

Leikendur
Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Ragnheiður steindórsdóttir
Sigurður Skúlason
Ævar Þór Benediktsson

Hljóðvinnsla
Einar Sigurðsson

– – – – – –

Tími: 52:28

Kristin_Johannesd2

Kristin_Omarsd