Í Óðamansgarði

Sviðssetning
Listahátíð í Reykjavík 
Tjóðpallur Føroya
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
22. maí 2009

Tegund verks
Ópera

Fyrsta færeyska óperan, Í Óðamansgarði, sem frumsýnd var í Þórshöfn haustið 2006, verður sett upp í nýrri sviðsetningu á Listahátíð í Reykjavík í samvinnu Þjóðleikhússins og Tjóðpallsins í Færeyjum.Verkið er eftir hið þekkta færeyska tónskáld Sunleif Rasmussen sem hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2002. Óperan byggir á samnefndri smásögu Williams Heinesen úr smásagnasafninu Fjandinn hleypur í Gamalíel sem Þorgeir Þorgeirson þýddi, og er íslenskt heiti sögunnar Garðurinn brjálæðingsins.

Hugmyndin að óperunni kviknaði árið 2001 þegar meðlimir tónlistarhópsins Aldubáran skoruðu á Sunleif Rasmussen að skrifa óperu. Hann tók áskoruninni og fékk Dánial Hoydal til þess að skrifa handrit. Ljóð- og myndræn saga Heinesen reyndist tilvalið efni í óperu. Sagan sem á sér hvorki tíma né rúm hverfist um brjálæðinginn ógurlega sem er einbúi.

Helstu sögupersónur eru Marselius og Stella; par á unglingsaldri sem lætur hugann reika og veltir fyrir sér hver sé saga brjálæðingsins. Býr hann yfir yfirnáttúrulegum mætti? Er hann yfirleitt til? Kjarninn í þessum spurningum og svörunum við þeim fær unga fólkið til þess að skilgreina sig sjálf og samband sitt.

Í sögunni fáum að fylgjast með frjóum huga unga parsins og þroska þeirra; hvernig þau horfast í augu við leyndardóma lífsins og ástina á sama tíma og þau feta sig eftir drungalegum en um leið heillandi garði brjálæðingsins.

Sýningin er í samvinnu við Tjóðpallinn í Færeyjum og Listahátíð í Reykjavík. Íslenskir og færeyskir listamenn koma fram. Tveir færeyskir leikarar munu flytja texta sem birtur verður á íslensku á skjá. Einnig munu tveir íslenskir dansarar koma fram í sýningunni. Til gamans má geta þess að leikmyndahönnuður sýningarinnar er Elisa Heinesen, barnabarn Williams Heinesen.

Höfundur
Sunnleif Rasmussen

Byggt á sögu eftir
William Heinesen

Leikstjórn
Ría Tórgarð

Leikari í aðalhlutverki
Hans Tórgarð

Leikkona í aðalhlutverki
Gunnvá Zachariassen

Leikmynd
Elisa Heinesen

Búningar
Elisa Heinesen

Lýsing
Lárus Björnsson

Danshöfundur
Lára Stefánsdóttir

Dansarar
Frank Fannar Pedersen
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir 

Hljómsveitarstjórn
Bernharður Wilkinson 

Tónlist
Sunnleif Rasmussen

Söngvarar
Bjarni Thor Kristinsson
Eyjólfur Eyjólfsson
Þóra Einarsdóttir